Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Inna - upplýsingakerfi skóla

 

Moodle - MKnet

Póstur kennara

Forsíða

Páskaleyfi

Tilkynning um páskafrí. Mynd með litríkum eggjum

Uppfært föstudagur, 12 apríl 2019 09:53

Könnun meðal útskrifaðra nema

Tengill á könnunina

Uppfært föstudagur, 12 apríl 2019 09:53

Afrekssvið íþrótta

Fimmtudaginn 11. apríl kl. 12.00 munu fulltrúar Menntaskólans í Kópavogi og íþróttafélaganna Gerplu, HK og Breiðabliks gera með sér samsstarfssamning um afrekssvið íþrótta við skólann. Undirritun fer fram í Menntaskólanum í Kópavogi.

Markmið afrekssviðsins er að bjóða nemendum skólans sem stunda íþróttir í félögum innan raða ÍSÍ vettvang til að stunda þær samhliða námi. Námið er kröfuhart en býður upp á sveigjanleika og stuðning fyrir keppnisfólk sem vill ná árangri á báðum vígstöðvum. Námið er unnið í nánu samstarfi með íþróttafélögunum í Kópavogi. Nemendur sem stunda íþrótt sína í öðrum félögum eru að sjálfsögðu velkomnir og verður nám þeirra skipulagt í samvinnu við félag þeirra. Daði Rafnsson hefur verið ráðinn fagstjóri afrekssviðs.

Uppfært fimmtudagur, 11 apríl 2019 17:37

Nánar: Afrekssvið íþrótta

Innritun fyrir haustönn 2019

Endilega skoðaðu kynningarmyndband um skólann.

Dagsetningar innritunartímabila fyrir haustönn 2019 eru sem hér segir:

1. Innritun á starfsbrautir: 1. - 28. febrúar

2. Forinnritun nýnema sem eru að útskrifast úr 10. bekk: 8.mars  - 13.apríl

3. Lokainnritun nýnema: 6.maí til og með 8.júní

4. Innritun eldri nemenda, nemenda í iðnnámi, matsveinanámi, matartæknanámi og meistaranámi matvælagreina: 7.apríl til og með 31. maí 

Uppfært miðvikudagur, 10 apríl 2019 15:04

Styrkir til nýstúdenta

Afreks- og hvatningarsjóður stúdenta Háskóla Íslands úthlutar í ár styrkjum í tólfta sinn til framhaldsskólanema sem ná afburðarárangri á stúdentsprófi og innritast í Háskóla Íslands. Frá upphafi hafa rúmlega 250 nýnemar við Háskólann hlotið styrki úr sjóðnum. Styrkirnir eru að fjárhæð 300.000 kr. hver auk 75.000 kr. til endurgreiðslu á skrásetningargjaldi við Háskóla Íslands. 

Í ár verður sérstaklega lögð áhersla á að styrkja þá nemendur sem sækja um kennaranám eða annað nám í menntavísindum og eins þá nemendur sem hafa íslensku sem annað mál

Við val á styrkhöfum er tekið mið af:

  • framúrskarandi námsárangri á stúdentsprófi
  • virkni í félagsstörfum
  • árangri stúdenta á öðrum sviðum, s.s.í listum og íþróttum
  • nemendum sem sýnt hafa sérstakar framfarir í námi sínu eða náð- góðum námsárangri þrátt fyrir erfiðar aðstæður

Frekari upplýsingar um sjóðinn má finna á síðu afreks- og hvatningarsjóðsins

Umsóknarfrestur um styrki úr Afreks- og hvatningarsjóð stúdenta Háskóla Íslands er til 5. júní nk.

 

Uppfært miðvikudagur, 03 apríl 2019 16:04

Námsferð til Kaupmannahafnar

Nemendur og kennarar í valáfanganum DANS2BC03 dvöldu í Kaupmannahöfn 25. – 28. mars. Hópurinn heimsótti m.a. Johann Borups lýðháskólann og Jónshús. Auk þess voru söfnin Tycho Brahe Planetarium og Designmuseum skoðuð. Hópurinn lagði líka leið sína í Christianiu og fékk fræðslu og leiðsögn um svæðið. Ferðin var í alla staði vel heppnuð og fjöldinn allur af kílómetrum var genginn um miðborg Kaupmannahafnar.

hópur af fólki fyrir framan hús

Uppfært sunnudagur, 31 mars 2019 09:31

Vorhátíð

Vorhátið nemenda í matsveina- og matartæknanámi fór fram sl. þriðjudag.

Nemendur skipulögðu matseðil í samráði við kennara, matreiddu og framreiddu rétti sem enduspeglar nám þeirra í allan vetur.

 

fólk fyrir framan veisluborð

 

Fleiri myndir á fésbókarsíðu MK

Uppfært föstudagur, 29 mars 2019 13:58

Síða 1 af 60

Tengill á facebook

 

Hádegismatseðill

Engir atburðir
Go to top