Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Inna - upplýsingakerfi skóla

 

Moodle - MKnet

Póstur kennara

ForsíðaÚtskrift haust 2017

Útskrift haust 2017

Þann 20. desember voru brautskráðir 109 nemar frá Menntaskólanum í Kópavogi við hátíðlega athöfn í Digraneskirkju. Alls 57 stúdentar, 36 iðnnemar, 15 matartæknar og einn nemi úr meistaranámi matvælagreina.

Útskriftarnemar

 sjá stærri            Ljósmyndari: Jón Svavarsson 

Góður námsárangur

Varaforseti bæjarstjórnar, Ása Richardsdóttir afhenti útskriftarnemum viðurkenningar úr Viðurkenningarsjóði MK sem stofnaður var af bæjarstjórn Kópavogs árið 1993. Þrír nemar hlutu viðurkenningu að þessu sinni: Nýstúdentarnir Inga Rósa Böðvarsdóttir og Wandari Desi Rosidayati og nýsveinninn Ásdís Björgvinsdóttir.

Rótarýstyrkir

Rótarýklúbbur Kópavogs veitti nýstúdent Agli Ívarssyni verðlaun fyrir góðan árangur í raungreinum og Rótarýklúbburinn Borgir í Kópavogi veitti nýsveini í matreiðslu Ásdísi Björgvinsdóttur, verðlaun fyrir góðan námsárangur í verknámi.

Skólameistari með nemendum

Skólameistari og varaforseti bæjarstjórnar með nemendum

Uppfært þriðjudagur, 02 janúar 2018 14:36

Tengill á facebook

Hádegismatseðill

Engir atburðir
Go to top