Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Inna - upplýsingakerfi skóla

 

Moodle - MKnet

Póstur kennara

ForsíðaNorræna nemakeppnin

Norræna nemakeppnin

Nemar í framreiðslu og matreiðslu unnu til gull- og silfurverðlauna í Norrænu nemakeppninni í Kaupmannahöfn á dögunum.

Forsetahjónin heiðruðu nemana með móttöku á Bessastöðum sunnudaginn 13. maí. Í framreiðslu kepptu þeir Sigurður Borgar og Axel Árni Herbertsson en þeir fengu gullverðlaunin og í matreiðslu kepptu þeir Hinrik Lárusson og Sveinbjörn Marvin Björnsson en þeir fengu silfur.

Norræna nemakeppnin í framreiðslu og matreiðslu hefur verið haldin árlega í 32 ár og er keppnin haldin til skiptis á Norðurlöndunum og á Íslandi á fimm ára fresti. Það er mikill heiður að vera valin til þátttöku í þessari keppni þar sem saman koma efnilegustu nemar allra norðurlandanna og keppa sín á milli.

 

Uppfært þriðjudagur, 15 maí 2018 09:41

Tengill á facebook

Hádegismatseðill

Go to top