Forvarnardagurinn er í dag, 3. október. Í hádeginu var gestafyrirlesari í Sunnusal sem sagði frá vímuefnaneyslu sinni og í lokin afhenti NMK peningaupphæð í minningarsjóð Einars Darra en nemendafélagið eyrnamerkti 100 kr af hverjum seldum miða á Tyllidagaballið í sjóðinn. Styrkurinn verður notaður til að útbúa fræðsluefni tengt efninu.
Uppfært miðvikudagur, 03 október 2018 14:34