Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

ForsíðaBóknámAðrar brautirFramhaldsskólabraut

Framhaldsskólabraut

 Framhaldsskólabraut er ætluð nemendum sem hafa lokið grunnskóla með einkunnina D og C í kjarnagreinunum. Markmiðið er að búa þá undir frekara nám í bók- eða verknámi og/eða störf í atvinnulífinu. Námið er 94 framhaldsskólaeiningar. Náminu lýkur með framhaldsskólaprófi, námslokum á fyrsta þrepi. Á brautinni er öflugt umsjónarkerfi, mikið samráð við forráðamenn og nemendur fá aðhald og stuðning í námi.

Nám á framhaldsskólabraut er bæði bóklegt og verklegt. Fyrst og fremst er lögð áhersla á góða almenna menntun og að treysta grunn nemenda í kjarnagreinunum dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði auk þess sem nemendur sækja tíma í verklegum greinum við skólann. Unnið er út frá styrkleikum nemenda og markvisst unnið að því að efla sjálfstraust þeirra þannig að þeir öðlist jákvæða skólareynslu. Námsannir eru ýmist stuttar eða langar fyrstu tvær annirnar. Sumar námsgreinar eru kenndar heila önn en aðrar eru kenndar hálfa önn í senn.

Námsmat er fjölbreytt. Áhersla er lögð á leiðsagnarmat og sjálfsmat. Nemendur taka ekki stór skrifleg lokapróf heldur eru þeir metnir jafnóðum með fjölbreyttum verkefnum. Miðannarmat er sent til foreldra til frekari upplýsinga.

Nemendur ljúka námi á framhaldsskólabraut á einu og hálfu ári. Nemendur eru í fámennum bekkjum og allir fylgja sama námsefni. Standi nemandi sig betur í einstaka greinum en hópurinn fær hann að halda áfram með námsefni næsta áfanga. Lágmarkseinkunn til að ná áfanga er 5 eða staðið.

Nemendur úr nærumhverfi skólans hafa forgang um skólavist.

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ....

  • efla sjálfsmynd sína og styrkleika
  • bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðru fólki og umhverfi sínu
  • finna tilgang og hagnýti með námi
  • temja sér umburðalyndi, kurteisi og skipulögð vinnubrögð
  • nota upplýsingatækni á ábyrgan hátt
  • vinna í hópi, bæði í námi og starfi
  • hefja nám í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði á öðru þrepi
  • takast á við hentug viðfangsefni í atvinnulífinu
  • taka ábyrga ákvörðun um áframhaldandi náms- og/eða starfsval

 

Inntökuskilyrði

Nemandi með einkunn C og lægra innritast á framhaldsskólabraut

 

Námið á brautinni skiptist í eftirfarandi fög.

1. önneiningafjöldi2. önneiningafjöldi3. önneiningafjöldi
 Danska heilsársáfangi  Danska  5 ein  Danska  5 ein
 Enska  heilsársáfangi  Enska  5 ein  Enska  5 ein
 Íslenska  heilsársáfangi  Íslenska  5 ein  Íslenska  5 ein
 Stærðfræði  heilsársáfangi  Stærðfræði  5 ein  Stærðfræði  5 ein
 Samfélagið í nærmynd  heilsársáfangi  Samfélagið í nærmynd  5 ein  Jákvæð sálfræði  3 ein
 Upplýsingatækni  heilsársáfangi  Upplýsingatækni  5 ein  Fjármálalæsi  5 ein
 Íþróttir  1 ein  Íþróttir  1 ein   Íþróttir  1 ein
 Lífsleikni  1 ein  Lífsleikni  1 ein  Vinnumark.   3 ein
 Læsi  10 ein  Heilsuefling  3 ein    
 Matreiðsla  3 ein  Sjálfbærni  3 ein    
 Þjónað til borðs  3 ein  Bakstur  3 ein    
     Þjónustusamskipti  3 ein    
 Samtals  18 ein    44 ein    32 ein
         Nám alls  94 ein

 

 

Uppfært mánudagur, 25 mars 2019 18:29

Go to top