Hefurðu peningavit?
Viðskipta- og hagfræðibraut veitir góðan undirbúning fyrir nám í rekstrar-, viðskipta- og lögfræðigreinum á háskólastigi. Nemendur fá bæði góða innsýn í íslenskt viðskiptaumhverfi og almennan þekkingargrunn sem nýtist þeim í eigin fjármálum til framtíðar.
Inntökuskilyrði: Nemandi þarf að hafa náð 6 í skólaeinkunn við lok grunnskóla í íslensku, ensku og stærðfræði. Hafi nemandi einkunnina 5-6 í einni þessara námsgreina getur hann innritast á stúdentsprófsbraut en skráist í hægferðaráfanga í viðkomandi grein.
Kjarnaeiningar eru 98. Allir taka sömu kjarnagreinar.
Kjörsviðseiningar eru 30. Í þeim felst sérhæfing brautarinnar. Heimilt er að velja allt að 12 einingar af kjörsviði annarrar brautar í samráði við námsráðgjafa eða áfangastjóra. Skólinn setur upp æskilegar kjörsviðsgreinar á hverri námslínu.
Valeiningar eru 12.
Nám til stúdentsprófs er samtals 140 einingar
Námstími er 6-8 annir.
Viðskipta- og hagfræðibraut |
||||||||
Námsgreinar | 1. önn | 2. önn | 3. önn | 4. önn | 5. önn | 6. önn | 7. önn | 8. önn |
BÓK | 103 | 203* | 213* | 303* | ||||
DAN | 103° | 203 | ||||||
ENS | 103 | 203 | 303 | |||||
FÉL | 103 | |||||||
HAG | 113 | 103 | 203* | 213* | ||||
ÍSL | 103° | 203 | 303 | 403 | 503 | |||
ÍÞR | 101 | 101 | 221 | 101 | 101 | 101 | 101 | 101 |
LKN | 112 | 121 | ||||||
NÁT | 113 | 123 | 103 | |||||
SAG | 103 | 203 | ||||||
STÆ | 103° | 203 | 303 | 403 | 503 | 313* | 413* | |
VAL | 102 | 102 | 102 | 103 | 103 | |||
VIÐ | 113* | 103* | 143 | 123*/133* | ||||
3. mál | 103 | 203 | 303 | 403 | ||||
Samtals einingar | 18 | 19 | 18 | 19 | 18 | 18 | 16 | 14 |
° Í stað 103: hægferð 1026 og 2026
* Kjörsvið
Brautaruppbyggingin er skv. námskrá frá 2007. Nýnemar (á fyrsta ári eftir grunnskóla) taka þverfaglegan áfanga í náttúru- og menningarlæsi, NÁL106 og MEL106, samtals 12 einingar, skv. nýrri skólanámskrá MK sem verið er að þróa. Á móti sleppa þeir sambærilegum áföngum úr eldri námskrá. Nýnemar taka ekki LKN112 og LKN121 úr eldri námskrá og sleppa 3 einingum úr frjálsu vali. Síðan kjósa nýnemar tvo áfanga úr eftirfarandi töflu til að sleppa og áfangarnir mega ekki vera úr sama stokki:
A – stokkur |
B- stokkur |
C - stokkur |
NÁT103 (líffræði) |
NÁT113 (jarðfræði) |
NÁT123 (eðl- og efnafræði) |
Uppfært miðvikudagur, 03 febrúar 2016 21:43