Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Ferðamálaskólinn

Ferðamálaskólinn í Kópavogi hefur verið starfræktur síðan 1987 og byggir á námskrá fyrir ferðamálanám sem gefin var út af Menntamálaráðuneytinu árið 2004. Námið er hagnýtt og er sérstaklega ætlað þeim sem vilja öðlast fagþekkingu í ferðaþjónustu. Boðið er upp á fjölbreytt og skemmtilegt nám þar sem fjallað er um helstu ferðamannastaði á Íslandi og úti í heimi, uppbyggingu og starfsemi greinarinnar, markaðssetningu og rekstur ferðaþjónustu.  Skólinn er þekktur fyrir öflugt starfsnám og kappkostar að undirbúa nemendur undir alhliða störf í ferðaþjónustu. Áhersla er lögð á gott samstarf við atvinnulífið og lýkur náminu með þriggja mánaða starfsþjálfun í fyrirtæki í ferðaþjónustu. Námið í heild veitir góða atvinnumöguleika í ört vaxandi og spennandi atvinnugrein.

Inntökuskilyrði

Umsækjendur þurfa að vera 20 ára og hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu námi. Við 25 ára aldur er tekið mið af starfsferli og öðru sem viðkomandi hefur tekið sér fyrir hendur. Nemendur þurfa auk þess að hafa gott vald á íslensku og ensku.

Skipulag

Markmiðið með ferðafræðináminu er að undirbúa nemendur undir alhliða störf í ferðaþjónustu og/eða til frekara náms. Námið tekur eitt ár sem skiptist í 36 eininga bóklegt nám og 15 eininga starfsþjálfun í ferðaþjónustufyrirtæki. Hægt er að skipta náminu á tvö ár.

Kennt er mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 16:30 til 21:50.  Vettvangsferðir og vettvangsheimsóknir eru farnar og geta verið utan hefðbundins skólatíma.

Val – 3 einingar

Nemendur þurfa velja eina valgrein af tveimur sem eru í boði. Á haustönn 2017 verður boðið upp á FOM (framreiðslu, matreiðslu og gestamóttöku) en á vorönn 2018 verður kenndur valáfanginn FBÓ (farseðlaútreikningar og farbókunarkerfi). Nánari lýsingar á þessum áföngum má finna neðar á þessari síðu. 

Starfsþjálfun

Til að ljúka námi er skylt að fara á þriggja mánaða starfssamning hjá fyrirtæki í ferðaþjónustu. Starfsþjálfun getur farið fram samhliða námi eða að bóklega náminu loknu. Starfsreynslu hjá ferðaþjónustufyrirtæki má meta til eininga í starfsþjálfun.

 Námsmat

Námsmat er fjölbreytt og endurspeglar áherslur í náminu. Námsmatið er samsett af verkefnum og prófum. Próf geta verið skrifleg á prófatíma, munnleg eða hlutapróf inni á önninni.

 Skólagjöld

Skólagjöld veturinn 2018-2019 eru 198.000 kr. fyrir hvora önn, samtals 396.000 kr. Þeir nemendur sem ekki eru í fullu námi greiða 13.000 kr. fyrir einnar einingar áfanga, 26.000 kr. fyrir tveggja eininga áfanga og 35.000 fyrir þriggja eininga áfanga, auk 6.000 kr. innritunargjalds á önn. Greiða þarf aukalega fyrir valáfanga, 34.000 fyrir farbókunarkerfið vegna leyfiskostnaðar og 14.000 kr. fyrir framreiðslu, matreiðslu og gestamóttöku vegna efniskostnaðar. 

Námsgögn eru ekki innifalin í skólagjöldum.

Námið er lánshæft hjá LÍN.

 

Námsframboð

Starfstengt ferðafræðinám
Námsgreinar
Haust Vor Einingar
Ferðaenska FEN202 FEN302 4
Ferðafræði FER103   3
Ferðalandafræði Íslands FLÍ102 FLÍ202 4
Ferðalandafræði útlanda   FLÚ103 3
Markaðsfræði ferðaþjónustu MAF103   3
Viðburðastjórnun (ráðstefnur, fundir, hvataferðir, bæjarhátíðir) ROF103   3
Rekstur ferðaþjónustu   REF102 2
Skyndihjálp SKY101    1
Stjórnun     STJ102 2
Umhverfi og ferðaþjónusta   UMH103 3
Upplýsingatækni ferðaþjónustu UTF103   3
Þjónustusamskipti SAM102   2
Samtals 19 ein 14 ein 33 ein
Valáfangar (skylda að taka 3 einingar)      
Framreiðsla og matreiðsla   FOM223 3
Farseðlaútreikningar og farbókunarkerfi   FBÓ103  3
Samtals 0 ein 3 ein 36 ein
Starfsþjálfun   STÞ115 15
Samtals     51 ein

 

 

Uppfært þriðjudagur, 05 júní 2018 15:57

„Námið í Ferðamálaskólanum hefur nýst mér vel í starfi og leik og opnaði þetta ýmsar dyr fyrir mér.

Á meðan náminu stóð hóf ég störf við stærsta hótel landsins, Grand Hótel Reykjavík í gestamóttöku og gerði það mér kleift að vaxa í starfi og starfa ég í dag á bókunardeild hótelsins.

Ferðamálaskólinn býður upp á krefjandi og hagnýtt nám, reynslumikla og hvetjandi kennara og félagsskapurinn sem myndast er ómissandi partur af þessari heild og mæli ég eindregið með honum fyrir alla sem vilja starfa í ferðaþjónustu.“

 

Þórhallur H. Friðjónsson, Grand Hótel Reykjavík

„Þetta er virkilega hagnýtt nám sem opnar marga möguleika í fjölbreyttu og skemmtilegu starfsumhverfi, ekki bara á Íslandi heldur líka úti í  hinum stóra heimi. Strax að námi loknu fór ég til London og starfa í dag sem sölustjóri hjá Tumlare Corporation, með breskan og skandinavískan markað.“

„Eftir námið í Ferðamálaskólanum tel ég mig mun betur í stakk búna til að takast á við krefjandi og spennandi verkefni. Námið var yfirgripsmikið og tekur á flestum þáttum sem ég er að fást við í starfi mínu sem sölustjóri hjá Guðmundi Jónassyni Travel. Ég mæli hiklaust með þessu námi fyrir alla sem hafa áhug á að starfa í ferðaþjónustu.“

Go to top