Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Leiðsöguskólinn

Leiðsöguskólinn var stofnaður árið 1976. Í byrjun var leiðsögunám nokkurra vikna námskeið en er í dag eins árs starfsnám. Námið byggir á námskrá fyrir leiðsögunám sem gefin var út af menntamálaráðuneytinu árið 2004. Leiðsögunám er hagnýtt og tekur mið af ólíkum þörfum ferðaþjónustunnar í takt við breytt ferðamynstur ferðamanna.

Skipulag náms

Leiðsögunám tekur eitt skólaár. Það hefst í lok ágúst og lýkur í lok maí. Kennt er á kvöldin frá klukkan 16:40 til 21:20 þrjú kvöld í viku, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. Um helgar geta verið vettvangs- og æfingaferðir. 

Inntökuskilyrði

Umsækjendur þurfa að vera orðnir 21 árs við upphaf námsins. Þeir þurfa að hafa stúdentspróf eða sambærilegt nám að baki ásamt því að hafa mjög gott vald á einu erlendu tungumáli, auk íslensku.

Nemendur þurfa að standast munnlegt inntökupróf í erlendu tungumáli að eigin vali áður en skólavist er heimiluð. 

 

Kjarnagreinar:    
Atvinnuvegir
Bókmenntir og listir
Dýralíf
Ferðaþjónusta
Gróður - náttúruvernd
Íslenska samfélagið
Jarðfræði
Leiðsögutækni - samskipti
Íslandssaga
Skyndihjálp
Tungumálanotkun I
Vettvangsnám
ATV101
BOL102
DÝR101
FEÞ101
GRN101
ÍSA101
JAR102
LES102
SAG101
SKY101
TMN102/112
VEV102
1 ein.
2 ein.
1 ein.
1 ein.
1 ein.
1 ein.
2 ein.
2 ein.
1 ein.
1 ein.
2 ein.
2 ein.
Einingar samtals:   17 ein.

Kjörsvið eru tvö, nemendur velja annað hvort A eða  B.

A. Almenn leiðsögn    

Ferðamennska
Svæðisbundin jarðfræði
Svæðalýsingar
Tungumálanotkun II
Vettvangsnám

FEM102
JAR202
SVÆ106
TMN202
VEV204
2 ein.
2 ein.
6 ein.
2 ein.
4 ein.
Einingar samtals:   16 ein.

 

B. Gönguleiðsögn    
Ferðamennska
Hópstjórn - samskipti
Svæðalýsingar
Skyndihjálp II
Vettvangsnám II
Veðurfræði - jöklar
Fjallamennska 1 og 2
FEM102
HÓS101
SVÆ112 og 114
SKY201
VEV115
VOJ101
FJM101 og 201
2 ein.
1 ein.
6 ein.
1 ein.
5 ein.
1 ein.
2 ein.
Einingar samtals:   18 ein.

 

Uppfært miðvikudagur, 20 febrúar 2019 14:07

Go to top