Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Matartæknanám

Lýsing: Þrepaskipt, bóklegt og verklegt nám sem lýkur með fagprófi matartæknis á 3. námsþrepi. Martæknanám er þrjár annir í skóla ásamt vinnustaðanámi og starfsþjálfun. Matartæknanám býr nemendur undir matreiðslu og stjórnun í eldhúsum heilbrigðisstofnana, leik-, grunn- og framhaldsskólum og mötuneytum vinnustaða. Matartæknar semja matseðla með fæðutengdar ráðleggingar Embættis landlæknis að leiðarljósi, breyta matseðlum fyrir einstaklinga sem þurfa á sérfæði að halda og skipuleggja innkaup. Þeir panta inn og taka á móti hráefni unnu og óunnu, undirbúa það til matargerðar og meðhöndla það til geymslu á viðeigandi hátt. Þeir matreiða máltíðir fyrir ólíka hópa, s.s. börn, unglinga, íþróttafólk og aldraða. Ennfremur þá sem þurfa á sérfæði og sjúkrafæði að halda og meta skammtastærðir hverju sinni Þeir afgreiða fæði úr eldhúsi og stjórna skömmtunarfæribandi í stóreldhúsum. Þeir sjá um frágang samkvæmt heilbrigðisreglugerð og stjórna verkum ef svo ber undir. Matartæknar hafa einnig hæfni til að útbúa fínni kvöldverðarétti, leggja á borð, framreiða mat og annast þjónustu.

Grunnupplýsingar

Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Inntökuskilyrði á brautina er að nemendur hafi lokið námi úr grunnskóla. Eldri nememdur sem sækja í matartæknanám þurfa að hafa að lágmarki 36 mánaða starfsþjálfun frá viðurkenndu mötuneyti. Nemendum stendur til boða mat á fyrri starfsreynslu með raunfærnimati. Það er framkvæmt skv. ákveðnu fyrirkomulagi og það er ein leið inn í námið. Aðrir nemendur verða að hafa lokið grunnnámi í matvæla og ferðagreinum og taka vinnustaðanám og starfsþjálfun á viðurkenndum starfsnámsstað í samstarfi við skóla.
Skipulag: Bóklegt og verklegt nám sem lýkur með fagprófi á 3.námsþrepi sem matartæknir. Námið fer fram í skóla og á vinnustað. Námið má skipulegga samhliða vinnu sem lotunám eða nám í kvöldskóla.
Námsmat Megintilgangur námsmats er að veita leiðbeinandi upplýsingar um námið og hvernig markmiðum þess verður náð. Á námsbrautinni er lögð áhersla á fjölbreyttar matsaðferðir sem taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum; þekkingar-, leikni- og hæfnimviðmiðum og ólíkum nemendahópum. Lögð er áhersla á símat með leiðsagnar-, jafningja- og sjálfsmati með vel útfærðum matsatriðalistum. Markmiðið er að gefa nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og meta vinnu þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Nánari tilhögun námsmats kemur fram í námsmatsreglum skólans og kennsluáætlun hvers áfanga.
Starfsnám: Vinnustaðanám og fer fram í viðurkenndum eldhúsum mötuneyta, stóreldhúsum með starfsleyfi og eldhúsum heilbrigðisstofnana. Starfsþjálfun fer fram á heilbrigðisstofnun,
Reglur um námsframvindu: Nemendur verða að ná hæfniviðmiðum á hverju þrepi með lágmarkseinkunn 5 í viðkomandi áfanga.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að...

 • vinna sjálfstætt við stjórnun, matreiðslu og afgreiðslu í mötuneytum, á fiski- og flutningaskipum og heilbrigðisstofnunum
 • útskýra vinnuferla sem bygga á aðferðafræði er lýtur að almennri matreiðslu
 • reikna út hollustu- og næringargildi helstu framleiðsluvara og aðlaga matarskammta að neysluþörfum markhópa og einstaklinga
 • nýta almenna og sértæka þekkingu til að útbúa matseðla fyrir almennt fæði, sérfæði- og sjúkrafæði
 • útfæra matseðla fyrir almennt fæði yfir í sérfæði
 • nýta sértæka og almenna þekkingu til að matreiða hollan mat sem svarar þörfum einstaklinga og hópa s.s. barna, unglinga, aldraðra, íþróttafólks og fólks með ólíka sjúkdóma
 • matreiða fæðu sem tekur tillit til ólíkra menningarheima og trúarbragða
 • útbúa fjölbreytta rétti fyrir einstaklinga með fæðuofnæmi og/eða fæðuóþol og miðla þekkingu við matreiðslu sérfæðis
 • gera pöntunar- og verkefnalista, forgangsraða verkefnum og undirbúa vinnusvæði
 • rökstyðja val sitt á hráefni og aðferðum með skírskotun til íslenskra matreiðsluaðferða og hefða
 • vinna samkvæmt gæðastöðlum um innra efirlit HACCP í eldhúsum hvað varðar viðmiðunarmörk um hitastig, hreinlæti og vinnureglur um rekjanleika vöru, þjónustu og afgreiðslu á vörum
 • vinna samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum er lúta að öryggi og aðbúnaði á vinnustöðum
 • vinna við þrif og sótthreinsun á vinnuflötum, tækjum, og áhöldum og hafa eftirlit með slíkum þrifum í samræmi við gildandi staðla og reglur um hreinlæti og meðferð spilliefna
 • taka ábyrga afstöðu til sjálfbærni í nýtingu afurða í matreiðslu
 • afla hagnýtra upplýsinga og greina á milli áreiðanleika þeirra og fræðilegs gildis sem lúta að störfum í matreiðslu.
 • tjá og rökstyðja skoðanir sínar og niðurstöður við val á aðferðum við meðferð hráefnis
 • tileinka sér víðsýni, gagnrýna hugsun og samkennd

Einingafjöldi

Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

150  fein.

Kjarni

Skylduáfangar brautarinnar

NámsgreinSkst.Þrep 1Þrep 2Þrep 3Þrep 4fein.
Aðferðarfræði í matreiðslu AFMA 1MT04 2MA04     8
Enska ENSK  2ST05       5
Hráefnisfræði matreiðslu HEMF 2HR03       3
Innraeftirlit og matvælaöryggi IEMÖ 1GÆ02       2
Íslenska ÍSLE   2AL05     5
Íþróttir ÍÞRÓ  1AA01       1
Matseðlafræði og næringarútreikningar MANÚ     3MN03   3
Matseðlafræði MASF    2MF02     2
Matreiðsla MATR 1MG10 2MA10     20
Matreiðsla sérfæðis MATS     3SF10   10
Matur og menning MOME   2MM02     2
Nám og tölvur NÁTÖ 1UT03       3
Næringarfræði, grunnur NÆRG    2FV05     5
Næringarfræði sérfæðis NÆRS       3SF05   5
Sérfæði bóklegt SFBÓ      3SB03   3
Soð, sósur og eftirréttir, súpur SSSE    2GS04     4
Stærðfræði STÆR   2TT05     5
Tækjafræði, aðbúnaður og starfsumhverfi TFAS 1ÖU02       2
Verkleg þjálfun á vinnustað VÞVS 1SF05 2SV05  3VH05   15
Öryggismál og skyndihjáp ÖRSK 1ÖR02       2
Einingar   41 62 38 0 141

 

Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1 Þrep 2 Þrep 3 Þrep 4
29%  44% 27% 0%

 

Frjálst val

frjálst val er ekki leyft.

Uppfært miðvikudagur, 19 september 2018 21:01

Go to top