Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Bakaraiðn

Lýsing: Bakari bakar brauð og kökur, gerir eftirrétti og sælgæti og framleiðir skyndirétti. Hann starfar í bakaríum, kökugerðarhúsum, á hótelum og veitingahúsum, í kexverksmiðjum og sælgætisgerðum. Hann ber ábyrgð á útkomu vinnu sinnar gagnvart viðskiptavinum. Bakari vinnur í samræmi við gæðaferla um innra eftirlitskerfi vinnustaða og vinnureglur um afgreiðslu á vörum og þjónustu og almennar siðareglur. Bakaraiðn er löggilt iðngrein.

Grunnupplýsingar

Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða ígildi þess. Til að hefja nám í öllum áföngum á brautinni þurfa nemendur að vera á námssamningi í bakstri. Til að hefja nám á 2. hæfniþrepi í kjarnagreinum, þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða lokið fyrsta þreps áfanga í þeim greinum.
Skipulag: Bakaranám er verklegt og bóklegt samningsbundið starfsnám á 3. hæfniþrepi sem lýkur með sveinsprófi. Það er skipulagt sem fjögurra ára 290 eininga nám. Þar af eru 200 einingar á viðurkenndum vinnustað í 126 vikur og 90 einingar í skóla í þrjár annir. 
Námsmat Megintilgangur námsmats er að veita leiðbeinandi upplýsingar um hvernig markmiðum þess hefur verið náð. Á námsbrautinni er lögð áhersla á fjölbreyttar matsaðferðir sem taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum; þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum og ólíkum nemendahópum. Markmiðið er að gefa nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og meta vinnu þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Nánari tilhögun námsmats kemur fram í námsmatsreglum skólans og kennsluáætlun hvers áfanga.
Starfsnám: Nemendur fara í starfsnám í 126 vikur utan lögbundinna fría. Námið fer fram í viðurkenndu bakaríi þar sem starfandi er meistari í bakstri með leyfi til að taka nema á námssamning.
Reglur um námsframvindu: Nemendur verða að ná hæfniviðmiðum í hverjum áfanga með lágmarkseinkunnina 5,0
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að...

 • Vinna sjálfstætt að almennum og sérhæfðum verkefnum tengdum bakstri s.s. brauða- og smábrauðabakstur, köku- og tertugerð, sætabrauðsbakstur, eftirréttagerð, sælgætisgerð, framleiðslu skyndirétta og kexbakstur
 • Taka á móti unnu og óunnu hráefni og flokkar. Gera samanburð á nótu og þeirri vöru sem afgreidd er og gengur frá hráefnum til geymslu
 • Vinna samkvæmt gæðastöðlum um innra eftirlit HACCP í bakaríum hvað varðar viðmiðunarmörk um hitastig, hreinlæti og vinnureglur um rekjanleika vöru, þjónustu og afgreiðslu á vörum
 • Vinna samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum er lúta að umhverfismálum, öryggi og aðbúnaði á vinnustöðum
 • Skipuleggja verkferla með tilliti til viðfangsefna, forgangsraða verkefnum og undirbúa vinnusvæði
 • Vinna við vélar, tæki, áhöld og handverkfæri sem í notkun eru hverju sinni, annast umhirðu þeirra og hreinsun
 • Eiga samskipti við birgja og annað samstarfsfólk eftir kröfum vinnustaðar
 • Vinna í samræmi við uppskriftir og útfæra vinnsluaðferð sem á við hverju sinni ásamt hitastigi, baksturstíma o. fl.
 • Leiðbeina viðskiptavinum um val á vörum í samræmi við óskir og tilefni
 • Reikna út hollustu- og næringargildi helstu framleiðsluvara
 • Reikna út verð á vöru og þjónustu, meta arðsemi, fullnýta hráefni og meta bakstursrýrnun á brauðvörum
 • Vinna innihaldslýsingar á bakstursvörum
 • Stilla upp vöru í búð og kynna fyrir neytendum og viðskiptavinum
 • Tjá sig um fagleg málefni með ábyrgum hætti
 • Vinna að áætlanagerð og verkefnastjórnun í bakaríum
 • Starfa í samræmi við siðareglur greinarinnar
 • Hefur færni í ensku, íslensku og stærðfræði sem svarar til krafna af öðru náms þrepi

Einingafjöldi

Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

290  fein.

Kjarni

Skylduáfangar brautarinnar

NámsgreinSkst.Þrep 1Þrep 2Þrep 3Þrep 4fein.
Bakariðn hráefnisfræði  BAHF 1HB06     4HB05  11
Brauðgerð, kökugerð  BAKA   2BK20 3BK20    40
Enska  ENSK   2ST05      5
Fagfræði bakara  FFBA   2FB03 3FB04    7
Innra eftirlit og matvælaöryggi  IEMÖ

 1GÆ02

       2
Íslenska  ÍSLE   2AL05      5
Íþróttir  ÍÞRÓ

1AA01

1AB01

1AC01

       3
Nám og tölvur  NÁTÖ 1UT03        3
Næringarfræði, grunnur  NÆRG   2FV05      5
Stærðfræði  STÆR   2SM05      5
Öryggismál og skyndihjálp  ÖRSK  1ÖR02        2
Örverufræði  ÖRVR   2HR02      2
Einingar     16  45 24   5  90

 

Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1 Þrep 2 Þrep 3 Þrep 4
 18%  50%  27%  6%

 

Frjálst val 

frjálst val er ekki leyft.

Starfsnám á vinnustað

200 einingar

 

Uppfært miðvikudagur, 19 september 2018 19:36

Go to top