Lýsing: | Matreiðslumaður matreiðir og útbýr rétti til framreiðslu. Hann er hæfur til að beita öllum höfuðmatreiðsluaðferðum, jafnt í sígildri sem nútíma matargerð. Hann tekur tillit til óska viðskiptavina og aðlagar matreiðslu sína að neysluþörfum markhópa og einstaklinga. Hann ber ábyrgð á útkomu vinnu sinnar gagnvart viðskiptavinum. Matreiðslumaður starfar þar sem seldar eru veitingar í atvinnuskyni, s.s. á hótelum, veitingahúsum, kaffihúsum og farþegaskipum og þar sem matreiðsla er þjónustuþáttur við aðra starfsemi eins og í mötuneytum, á fraktskipum og á heilbrigðisstofnunum. Hann vinnur í samræmi við gæðaferla um innra eftirlitskerfi vinnustaða, vinnureglur um rekjanleikja og afgreiðslu á vörum og þjónustu og almennar siðareglur. Matreiðsla er löggilt iðngrein. |
Grunnupplýsingar
Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða ígildi þess. Til að hefja nám á brautinni þurfa nemendur að vera á námssamningi í matreiðslu. Til að hefja nám á 2. hæfniþrepi í kjarnagreinum, þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða lokið fyrsta þreps áfanga í þeim greinum. |
Skipulag: | Matreiðslunám er verklegt og bóklegt samningsbundið starfsnám á 3. hæfniþrepi sem lýkur með sveinsprófi. Það er skipulagt sem fjögurra ára 290 eininga nám. Þar af eru 200 einingar á viðurkenndum vinnustað í 126 vikur og 90 einingar í skóla í þrjár annir. |
Námsmat | Megintilgangur námsmats er að veita leiðbeinandi upplýsingar um námið og hvernig markmiðum þess verður náð. Á námsbrautinni er lögð áhersla á fjölbreyttar matsaðferðir sem taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum; þekkingar-, leikni- og hæfnimviðmiðum og ólíkum nemendahópum. Lögð er áhersla á símat með leiðsagnar-, jafningja- og sjálfsmati með vel útfærðum matsatriðalistum. Markmiðið er að gefa nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og meta vinnu þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Nánari tilhögun námsmats kemur fram í námsmatsreglum skólans og kennsluáætlun hvers áfanga. |
Starfsnám | Nemendur fara í starfsnám í 126 vikur utan lögbundinna fría. Námið fer fram í viðurkenndu eldhúsi á veitingastað, hóteli eða öðru eldhúsi þar sem starfandi er meistari í matreiðslu með leyfi til að taka nemanda á námssamning. |
Reglur um námsframvindu: | Nemendur verða að ná hæfniviðmiðum í hverjum áfanga með lágmarkseinkunnina 5,0, |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að...
|
Einingafjöldi
Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
290 fein. |
Kjarni
Skylduáfangar brautarinnar
Námsgrein | Skst. | Þrep 1 | Þrep 2 | Þrep 3 | Þrep 4 | fein. |
---|---|---|---|---|---|---|
Aðferðafræði matreiðslu | AÐFE | 2IB05 | 5 | |||
Eftirréttir, matreiðsla | EFRÉ | 3IB05 | 5 | |||
Enska | ENSK | 2ST05 | 5 | |||
Fagfræði, matseðlafræði | FFMF | 2IB03 | 4IB05 | 8 | ||
Hráefnisfræði matreiðslu | HRFM | 2IB05 | 5 | |||
Íslenska | ÍSLE | 2AL05 | 5 | |||
Íþróttir | ÍÞRÓ | 1AA01 | 3 | |||
Kalda eldhús | KALD | 1IB03 | 3 | |||
Næringarfræði, grunnur | NÆRG | 2FV05 | 5 | |||
Stærðfræði | STÆR | 2SM05 | 5 | |||
Verkleg matreiðsla, heitur matur |
VMAT | 1IB06 | 2IB12 | 18 | ||
Matreiðsla verkleg, heitur matur |
VMHE | 3IB08 | 8 | |||
Verkleg matreiðsla, kalda eldhús | VMKA | 3IB08 | 8 | |||
Vínfræði matreiðslu | VÍNM | 1MV03 | 3 | |||
Öryggismál og skyndihjálp | ÖRSK | 1ÖR02 | 2 | |||
Örverufræði | ÖRVR | 2HR02 | 2 | |||
Einingar | 17 | 47 | 21 | 5 | 90 |
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna | |||
---|---|---|---|
Þrep 1 | Þrep 2 | Þrep 3 | Þrep 4 |
19% | 52% | 23% | 6% |
Frjálst val
frjálst val er ekki leyft.
Starfsnám á vinnustað
200 einingar
Uppfært fimmtudagur, 07 febrúar 2019 18:30