Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

ForsíðaUm námiðErlend samskipti (International cooperation)

Erlend samskipti (International cooperation)

Skólinn leggur áherslu á erlent samstarf og skilgreinir það sérstaklega í skólanámskrá. Sérstök áhersla er lögð á erlend samskipti á sérsviðum skólans, þ.e. á sviði hótel- og matvælagreina og ferðagreina. Einnig er vaxandi áhugi á samskiptaverkefnum á sviði tungumála.

Math is B.E.A.U. Comenius samstarfsverkefni um stærðfræðikennslu. „Hvers konar stærðfræðikennsla er nauðsynleg til þess að auka færni hvers og eins til að verða þegn í lýðræðislegu samfélagi? Hvernig tryggjum við að „stærðfræði fyrir alla“ verði í raun fyrir alla (s.s. nemendahópa af mismunandi uppruna, með mismunandi menningu og tungumál)? Við þurfum meiri rannsóknir á kennslufræðilegum vandamálum við kennslu stærðfræði.“ Í samræmi við ofangreinda yfirlýsingu í fundargögnum frá 10. alþjóðlegu ráðstefnunni um stærðfræðikennslu sem haldin var í Danmörku 2004, hafa samstarfsskólarnir með þessu verkefni reynt í sameiningu að kanna nýjar leiðir til að miðla stærðfræði og þróa nýjar kennsluaðferðir. Nánar um verkefnið sjá hér.

Comenius samstarfsverkefni kennara um brottfall úr skóla. DONIMS - Drop outs not in my school. Markmið verkefnisins er að vinna áætlun sem miðar að því að draga úr brottfalli nemenda úr framhaldsskólum. Þrír kennarar úr MK koma að þessu verkefni ásamt kennurum frá Selfossi, Eistlandi, Ítalíu og Englandi. Samráðsfundir voru haldnir á Íslandi í maímánuði og á Ítalíu í október. Verkefninu lauk á árinu 2006.

Þriggja ára Comenius samstarfsverkefni um jafnréttismál, staðalmyndir og mótun kynímynda. Gender: Equal 2 Equal. Markmið verkefnisins er að stuðla að auknu jafnræði milli kynja og gera nemendur meðvitaðri um hvernig kyn mótar veruleika þeirra eigin stöðu. Samstarfslöndin eru Belgía, Eistland, Noregur, Spánn auk Armeníu. Þrír kennarar taka þátt í verkefninu fyrir hönd MK. Fundir hafa verið haldnir í Belgíu, Spáni, Noregi og Íslandi.

Fornar pílagrímaleiðir í Evrópu enduruppgötvaðar - Comenius tungumála- og nemendaskiptaverkefni til eins árs. Medieval Pilgrim Ways Retraced. Stjórnendur eru tveir kennarar úr MK í samstarfi við skóla í Brescia á Ítalíu. Markmiðið er að nemendur kynnist daglegu lífi, menningu og tungumáli hvors lands um sig með því að vinna að sameiginlegu verkefni sem felst í því að rekja leiðir pílagríma til helgra staða á Íslandi og Ítalíu. Sextán nemendur og tveir kennarar fóru í mars 2006 til Ítalíu og gengu um fjöllin norðan Gardavatnsins og í september komu nemendur frá Ítalíu til Íslands en þá var gengin pílagrímaganga frá Þingvöllum til Skálholts. Vefsíða um samstarfið má sjá hér.

VOCMAT (Vocational Management Training for the Tourism Industry) – er 2ja ára samstarfsverkefni milli Íslands, Eistlands og Stóra Bretlands, styrkt af Leonardo da Vinci áætlun Evrópusambandsins. Með verkefni þessu er ætlað að veita stjórnendum og millistjórnendum í opinberum og einkareknum ferðaþjónustu- fyrirrækjum af öllum stærðum og gerðum tækifæri til framþróunar í starfi. Sérstaklega verður horft á landsbyggðina og örfyrirtækin þar sem eiga oft á tímum erfitt með að missa starfsmenn sína á námskeið til höfðuborgarinnar. En með þessu verkefni heyra vandamál eins og tími, fjármagn og fjarlægð sögunni til. Með Vocmat verða kynntar nýjar evrópskar menntunarleiðir sem nýta sér kosti tækninnar, meðal annars með námi á neti, kennslu í gegnum fjarfundarfúnað og lotubundnu námi.

AEHT – Association of European Hotel and Tourism. Menntaskólinn í Kópavogi hefur um tíu ára skeið verið aðili að Evrópusamtökum hótel- og ferðamálaskóla og situr Helene Pedersen fagstjóri Ferðamálaskólans í MK sem fulltrúi Íslands í stjórn þeirra. Samtökin verða sífellt öflugri en í dag eru um 300 skólar og stofnanir á þessu sviði í AEHT - frá 30 löndum. Árlega tekur MK þátt í Evrópukeppni nemenda á þessu sviði og hefur nemendum MK vegnað sérstaklega vel í þessari keppninni en þeir hafa fimm sinnum staðið á verðlaunapalli í bakaragreinum og fjórum sinnum í ferðagreinum.

GEMS (Guidance-Educators-Mentors-Students) er Evrópuverkefni sem er styrkt af Leonardo. Í verkefninu taka þátt menntastofnanir frá Íslandi (Iðun og MK), Póllandi, Írlandi, Svíðþjóð og Belgíu. Markmiðið með verkefninu er að búa til samevrópskar ferilmöppur fyrir starfsþjálfun og handbók fyrir þá aðila sem taka að sér nema í vinnustaðaþjálfun. Verkefnið er hugsað fyrir allar iðngreinar en fyrst og fremst er horft á hótel-, matvæla- og ferðagreinar. Iðan hefur yfirumsjón með verkefninu og er Helen Gray verkefnastjóri. Verkefnið hófst á haustönn 2006 og stendur í 2 ár.

Nemendur og kennarar Hótel- og matvælaskólans taka þátt í Norrænni nemakeppni í framreiðslu og matreiðslu sem og matarhátíðinni „Food and Fun“.

Uppfært mánudagur, 12 nóvember 2012 10:40

Go to top