Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

ForsíðaNemendafélag MK

Nemendafélag MK

Nemendafélag Menntaskólans í Kópavogi heldur úti öflugu félagslífi fyrir nemendur skólans.

Framkvæmdaráð NMK 2017-2018

Framkvæmdaráðið eða stjórn NMK sér um að félagslífið í MK sé sem best. Framkvæmdaráðið er skipað formanni nemendaráðs, varaformanni eða ritara, gjaldkera og margmiðlunarstjóra. Framkvæmdaráðið sér til þess að nefndirnar innan nemendafélagsins standi undir sínu og að það sé alltaf eitthvað um að vera í félagslífi skólans.

Formaður: Hrafn Ágúst Björnsson

Meðstjórnandi: Þórunn Soffía Snæhólm

Gjaldkeri: Snorri Sævar Konráðsson

Markaðs- og markmiðlunarstjóri: Egill Bjarki Guðmundsson

 

Sauðkindin

Leikfélag NMK ber heitið Sauðkindin og sér um að setja upp leikrit ár hvert. Sauðkindin sér einnig um að halda spunanámskeið sem er upphitun fyrir Leiktu Betur, leikhússportkeppni framhaldsskólanna. Allir geta tekið þátt í spunanámskeiðum og áheyrnarprufur fyrir leikritið eru í lok haustannar. Á síðastliðnum árum hafa mörg velheppnuð verk verið sett upp, þar á meðal söngleikurinn Mamma Mia!, Börn mánans og Skítt með‘ða, Fame og fleiri.

 

Tónlistarnefnd

Tónlistarnefnd NMK sér um að halda lagasmíðakeppni MK og MK Urpið sem er einn vinsælasti viðburður skólaársins. Það er söngkeppni skólans og sigurvegari keppninngar tekur þátt í söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd MK. Stjörnur eins og Emiliana Torrini og Þórey Heiðdal hafa borið sigur úr býtum.

Skemmtinefnd

Skemmtinefnd sér um að halda skemmtilegt böll til að lífga upp á félagslífið. Á hverri önn eru haldin 2-3 stór böll á vegum nemendafélagsins, fyrsta ballið er busaballið sem er haldið í lok busavígslunnar, einnig er haldið þemaball í tenglsum við tyllidagana á haustönn. Í byrjun vorannarinnarer Myrkramessan.  Á vorönn er stærsta ballið árshátíðin en henni fylgir hátíðarmatur með kennurum og starfsmönnum skólans þar sem allir mæta í sínu fínasta pússi.

 

Listafjelagið

Listafjelag NMK sér um að halda ýmsar skemmtanir fyrir nemendur MK. 

Ritnefnd

Ritnefnd NMK sér um að gera skólablöðin fyrir NMK, ásamt því að sjá um leikskrá fyrir leikrit og fleiri minni tímarit. Sinfjötli er stórt skólablað sem kemur út í lok skólaársins.

 

Íþróttanefnd

Íþróttanefnd MK eða ÍMK sér um að halda MK-deildina sem er skipulagt fótboltamót innan skólans. Þar skipa nemendur jaft sem kennarar sér í lið og keppa um sigursætið. ÍMK sér líka um að halda ýmis íþróttaviðburði eins og Street-Ball mót og hjólabrettaklúbb.

 

Askur og Embla

Askur og Embla sér um að velja lið sem tekur þátt í spurningakeppninni Gettu Betur og mælskukeppninni Morfís.

Tyllidagar

Tyllidagar eru þemadagar MK-inga sem haldnir eru á haustönn. Tekið er tveggja daga frí frá skólanum til þess að gera ýmislegt annað skemmtilegt til þess að brjóta upp hið hversdagslega skólalíf.

Uppfært föstudagur, 01 september 2017 11:55

Go to top