Árið 1998 stofnuðu brautskráðir stúdentar frá Menntaskólanum í Kópavogi Ingólfssjóð sem tileinkaður var fyrsta skólameistara MK, Ingólfi A. Þorkelssyni. Markmið sjóðsins er að efla áhuga nemenda skólans á húmanískum greinum. Viðurkenning úr sjóðnum var fyrst veitt við útskrift vorið 2005. Reikningur sjóðsins er í Íslandsbanka 0536-14-700084, kennitala 701204-6030. Umsjónarmaður sjóðsins er skrifstofustjóri MK Sigríður Guðrún Sveinsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .
Ingólfur A. Þorkelsson fyrsti skólameistari MK
INGÓLFSSJÓÐUR VIÐURKENNINGAR
Nemi | Útskrift |
Stefanía Tinna Miljevic | 27. maí 2005 |
Aníta Ólöf Jónsdóttir | 26. maí 2006 |
Sigurður Sindri Helgason | 25. maí 2007 |
Guðmundur Halldórsson | 20. desember 2007 |
Ester Sigurðardóttir | 17. desember 2010 |
Hulda Hvönn Kristinsdóttir | 25. maí 2012 |
Guðbjörg Júlía Magnúsdóttir | 31. maí 2014 |
Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir | 18. desember 2015 |
Skipulagsskrá fyrir Ingólfssjóð
1. gr.
Heiti sjóðsins er Ingólfssjóður, kt. 701204-6030- sem er tileinkaður Ingólfi A. Þorkelssyni, fyrsta skólameistara Menntaskólans í Kópavogi. Heimili sjóðsins er í Kópavogi.
2. gr.
Stofnfé sjóðsins er kr. 50.000 * krónur fimmtíuþúsund 00/100. Sjóðurinn aflar tekna með frjálsum framlögum, sölu á merki MK og útgáfu minningarkorta. Móttekin framlög renna til höfuðstóls. Stjórn sjóðsins getur leitað eftir gjafafé og öðrum framlögum frá utanaðkomandi aðilum. Styrkveitingar verða aðeins af ávöxtun sjóðsins. Sjóðinn ber að ávaxta með tryggilegum hætti. Stjórn sjóðsins ber ábyrgð á fjárvörslunni.
3. gr.
Markmið sjóðsins er að efla áhuga nemenda í Menntaskólanum í Kópavogi á húmanískum greinum. Tekjur sjóðsins eru vaxtatekjur af stofnfé og öðru fé sem sjóðnum áskotnast, gjafir, áheit og annað fé.
4. gr.
Tilgangi sínum hyggst sjóðurinn ná með veitingu viðurkenninga til nemenda sem að mati sjóðsstjórnar leggja mest af mörkum til eflingar húmanísma í MK.
5. gr.
Stjórn sjóðsins skal skipuð skipa fimm mönnum:
Skólameistara MK eða staðgengli hans, sem jafnframt er formaður stjórnar. Tveimur fyrrum formönnum nemendafélags MK, völdum af samtökum fyrrum formanna til árs í senn. Fulltrúa ættingja Ingólfs A. Þorkelssonar, tilnefndum af niðjum Ingólfs. Deildarstjóra félagsgreina/sögu í MK. Stjórn sjóðsins velur gjaldkera eða felur skrifstofustjóra skólans að annast það. Dagleg umsjón sjóðsins annast formaður sjóðsstjórnar. Firmaritun er í höndum gjaldkera. Við ákvarðanir innan sjóðsins, þ.ám. um úthlutun, ræður einfaldur meirihluti stjórnarmanna.
6. gr.
Reikningsár sjóðsins er almanaksárið. Sjóðsstjórn skal semja reikninga fyrir 1. júní ár hvert og skal reikningur samþykktur af tveimur skoðunarmönnum sem sjóðsstjórn tilnefnir úr hópi f.v. formanna.
Stjórnarmenn skulu ekki hljóta þóknun fyrir starfa sinn.
7. gr.
Stofnskrá sjóðsins verður aðeins breytt með samhljóma samþykki stjórnar.
Verði sjóðurinn lagður niður skal eignum hans varið til málefna, sem skyld eru hinu upprunalega markmiði sjóðsins.
Skipulagsskrá þessi var samþykkt 8. desember 2004
Með breytingum sjóðsstjórnar á fundi 18. október 2011
Uppfært föstudagur, 02 september 2016 11:27