Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

GÁMES

Á árinu 1998 var hafist handa með undirbúning á uppsetningu GÁMES kerfisins, því verki var að mestu leyti lokið árið 2001 og var kerfið vottað í maí 2002.

GÁMES kerfið sem útleggst Greining Áhættuþátta og Mikilvægra EftirlitsStaða og byggir á HACCP kerfinu (Hazard Analysis and Critical Control Point). Í uppbyggingu kerfisins er leitast við að finna/skilgreina hættur á hinum ýmsu stigum framleiðslu matvæla, meta þær og ákvarða hvaða fyrirbyggjandi aðgerða er þörf í ferlinu. Hið innra eftirlit skal að grunni til byggja á kröfum heilbrigðisreglugerðar um þær kröfur til fyrirtækja að starfrækja innra eftirlit til að tryggja gæði, öryggi og hollustu.

Kerfið hefur tvíþættan tilgang þ.e. að fyrirbyggja skemmdir og mengun matvæla og tryggja heilnæmi vinnslurýma og starfsmanna/nemenda. Hitt er að mennta nemendur í matvælastörfum þannig að þeir séu virkir eftirlitsaðilar í framkvæmd hins innra eftirlits og séu meðvitaðir um þær hættur sem geta stafað af rangri meðferð matvæla.

Í gæðahandbók sem jafnframt er notuð sem kennslugagn koma fram þær verklagsreglur og viðmiðanir sem gæðakerfið byggir á. Nú þegar hefur kerfið verið fellt inn í kennslu verklegra matvælagreina.

 

 

 

Uppfært föstudagur, 21 júní 2013 14:25

Go to top