Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Inna - upplýsingakerfi skóla

 

Moodle - MKnet

Póstur kennara

Forsíða

Heimsókn til Ringe

Dagana 3.-8. febrúar fóru 15 nemendur í ferðamálaáfanga við Menntaskólann í Kópavogi í heimsókn til menntaskólans Midtfyns Gymnasium ásamt tveimur kennurum.  Skólinn er staðsettur í Ringe á Fjóni í Danmörku. Heimsóknin var hluti af verkefni sem styrkt er af Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar. Verkefnið fólst í samstarfi milli Íslands, Danmerkur og Noregs.

Markmið verkefnis var að auka þekkingu nemenda á möguleikum ferðaþjónustunnar. Unnið var í verkefni um ferðamennsku sem bar yfirheitið ,,outdoor activity” eða afþreying utandyra. Nemendur kynntu sér það sem var í boði á svæðinu og áttu svo að koma með nýjar hugmyndir. Afraksturinn var síðan kynntur í myndbandi sem nemendur gerðu.

Heimsóknin hófst á því að Íslendingarnir héldu kynningu fyrir dönsku nemendurna um helstu ferðamannastaði á Íslandi. Næsta dag var farið með lest til Óðinsvéa þar sem hópurinn heimsótti safn tileinkað hinum fræga rithöfund H. C. Andersen. Gengið var um borgina og fetað í fótspor Andersens. Þriðja daginn var farið með rútu í átt að Svendborg og stoppað á leiðinni í gamalli myllu sem búið var að gera upp. Þar fengu nemendur fræðslu um uppbyggingu ferðamennskunnar á svæðinu. Þegar komið var í Svendborg fengu nemendur kynningu á frumkvöðlastarfi og nýjum afþreyingarmöguleikum.

Á milli verkefna var farið í marga skemmtilega hópeflisleiki til að nemendur gætu kynnst betur og íslensku nemendunum var m.a. kennt að útbúa danskt smurbrauð.

Markmið verkefnisins er að efla og styrkja samskipti Norðurlandaþjóða og undirbúa nemendur fyrir þátttöku í alþjóðlegu samfélag. Heimsóknin gekk mjög vel og voru nemendur mjög ánægðir með ferðina og móttökur dönsku gestgjafanna.

 Nemendur

Uppfært föstudagur, 22 febrúar 2019 10:59

Próftafla vor 2019

Búið er að opna fyrir próftöflur nemenda í Innu. Próftöfluna er einnig að finna hér

Uppfært miðvikudagur, 20 febrúar 2019 09:17

Lífshlaupið

 

Vertu með

Lífshlaupið hefst 6. febrúar og hvetjum við þig til að skrá þig til leiks með okkur. Eina sem þarf að gera er að skrá hreyfingu.

Kíktu á lifshlaupid.is - mínar síður,  Nýskráning - einstaklingur, Framhaldsskólar, Menntaskólinn í Kópavogi, MKingar og ganga í lið. 

Á hverjum virkum degi verður einn þátttakandi dreginn út á Rás 2 í þættinum Dagvaktin. Sá getur unnið glæsilega vinninga.  

 

Uppfært þriðjudagur, 05 febrúar 2019 11:40

Jöfnunarstyrkur

 Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? 

Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is 

Eingöngu er hægt að sækja um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum á heimasíðu okkar www.lin.is eða island.is. 

Umsóknarfrestur vegna vorannar 2019 er til 15. febrúar næstkomandi! 

 

Lánasjóður íslenskra námsmanna 

Námsstyrkjanefnd 

 

Uppfært þriðjudagur, 29 janúar 2019 15:57

Morgunverðarkynningar 10. bekkinga úr Kópavogi, 29. - 31. janúar

Dagana 29. - 31. janúar bjóðum við velkomin nemendur úr 10. bekk úr grunnskóla Kópavogs ásamt foreldrum/forráðamönnum þeirra í heimsókn í MK.

Þau mæta klukkan 8 og byrja á því að fá morgunverð í Sunnusal og kynningu á skólanum og því næst leiðsögn um skólann. 

 

Uppfært þriðjudagur, 29 janúar 2019 12:33

Office 365

Búið er að stofna aðgang nemenda að tölvupóstkerfi MK með aðgangi að fimm eintökum af Office 365, fyrir Windows, Apple tölvur, iPad, iPhone og Android stýrikerfi og gildir áskriftin á meðan á skólagöngu stendur.

Notandanafnið og tölvupóstfangið er á forminu  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  þar sem kennitala kemur í stað strika.

Lykilorð fengu nemendur sent á það netfang sem þeir gáfu upp þegar sótt var um skólavist.

Aðgangur að tölvupóstkerfinu/Office pakkanum er í gegnum slóðina: http://portal.office.com eða smellt er á Póst-flipann á heimasíðu skólans.

Eftir að inn er komið eru hök tekin af tilboðum ef vill og smellt á Install now hnappinn.

Ef beðið er um að virkja notkun á forritunum þá þarf að staðfesta aðganginn með ofangreindu notendanafni og lykilorði, ekki nota Product Key sem er einn af valmöguleikunum.

Uppfært mánudagur, 14 janúar 2019 11:43

Upphaf vorannar 2019

Föstudaginn 4. janúar kl. 13:00 verður kynningarfundur fyrir nýnema í bóknámi og verknámi og móttaka iðnnema.

Mánudaginn 7. janúar hefst kennsla skv. hraðstundatöflu. Dæmi um hraðtöflu er hér  og óútfyllt skjal hér

Rafrænar töflubreytingar hefjast 3. janúar eða um leið og og stundatöflur opna í INNU og standa þær yfir fram á þriðjudaginn 8. janúar kl. 16:00. Leiðbeiningar fyrir töflubreytingar eru hér

Stöðupróf í ensku, frönsku, spænsku og þýsku verða mánudaginn 7. janúar kl. 14:00. Skráning fer fram á skrifstofu skólans.

Mánudaginn 7. janúar hefst kennsla í Ferðamálaskólanum kl. 16:30 og kl 16:40 hefst kennsla í Leiðsöguskólanum. Matsveinar mæta skv. stundaskrá.

Í Meistaraskóla mætir hópur 1 mánudaginn 14. janúar kl. 12:25 en hópur tvö mætir miðvikudaginn 16. janúar kl. 12:25

Uppfært fimmtudagur, 03 janúar 2019 14:04

Síða 3 af 60

Tengill á facebook

 

Hádegismatseðill

Engir atburðir
Go to top