Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Inna - upplýsingakerfi skóla

 

Moodle - MKnet

Póstur kennara

Forsíða

Matreiðslumeistari Norðurlandanna

Við óskum Viktori Erni Andréssyni innilega til hamingju með titilinn Matreiðslumeistari Norðurlandanna. Viktor útskrifaðist með sveinspróf í matreiðslu árið 2004 og lauk síðar námi í meistaraskólanum í maí 2013.

Hér má lesa um sigur Viktors

Uppfært miðvikudagur, 19 mars 2014 15:20

Nánar: Matreiðslumeistari Norðurlandanna

Lærum í verkfallinu

Við hvetjum alla til að koma í skólann, hittast og halda hópinn. Það er mikilvægt að halda dampi í náminu og getur skipt sköpum ef verkfallið dregst á langinn að missa ekki rútínuna.


Við minnum á að bókasafn skólans er opið, einnig eru nokkrar stofur opnar fyrir nemendur sem vilja hittast og sinna heimanáminu. Nemendur hafa verið duglegir að nýta sér aðstöðuna og í dag var nokkur fjöldi nemenda sem sat við.

 Hér eru nokkrar myndir af nemendum.

 

Showlist data is not configured

Uppfært miðvikudagur, 19 mars 2014 14:08

Verkfall kennara

Ágætu nemendur nú er ljóst að til verkfalls framhaldsskólakennara kemur og kennsla fellur niður á morgun mánudag 17. mars. Ég minni á að skólinn verður opinn og eru nemendur hvattir til að nýta sér bókasafnið og aðstöðu skólans til að halda áfram námi. 

Skólameistari.

 

Uppfært sunnudagur, 16 mars 2014 23:09

Nánar: Verkfall kennara

Frá foreldrafélagi MK

Foreldrafélag MK styður framhaldsskólakennara í baráttu sinni fyrir bættum kjörum og vonar svo sannarlega að takist að semja fyrir 17. mars.

Komi hins vegar til verkfalls er mikilvægt að nemendur stundi nám sitt heima samkvæmt áætlun eins og hægt er. Foreldrar eru hvattir til að halda vel utan um unglingana í MK ef til verkfalls kemur og veita þeim þá aðstoð sem þau þurfa.

Uppfært sunnudagur, 16 mars 2014 21:14

Nánar: Frá foreldrafélagi MK

Upplýsingar vegna mögulegs verkfalls kennara

Ágætu nemendur og forráðamenn

Á þessari stundu er ekki ljóst hvort boðað verkfall framhaldsskólakennara skellur á þann 17. mars. Til þess að upplýsa nemendur um stöðu mála hafa stjórnendur MK gengið í kennslustofur og rætt við nemendur. Þá var fundur á sal með skólameistara í hádeginu í dag. Brýnt var fyrir nemendum að vinna áfram skv. kennsluáætlunum og rifja upp það sem þegar hefur verið kennt. Ef til verkfalls kemur eru nemendur hvattir til að nýta sér aðstöðuna í skólanum en bókasafnið verður opið og kennslustofur eftir þörfum. Skrifstofa og mötuneyti verður einnig opið. Nemendum verður gefinn kostur á að ljúka önninni og því er mikilvægt að þeir sinni náminu og komi til baka að verkfalli loknu.

Kópavogi 13. mars 2014

Margrét Friðriksdóttir skólameistari

Uppfært fimmtudagur, 13 mars 2014 20:16

Opið hús í MK 26. mars

Uppfært fimmtudagur, 13 mars 2014 11:23

Dagur líkamsvirðingar

Fimmtudaginn 13. mars er dagur líkamsvirðingar á Íslandi. Líkamsvirðing felst í því að bera virðingu fyrir líkama sínum og annarra. Það þýðir að við hugsum vel um líkamann okkar og hugsum fallega til hans. Við hvetjum nemendur til að þykja vænt um líkama sinn og bera virðingu fyrir hvert öðru óháð holdafari og útliti. Heilbrigði hefur ekkert að gera með líkamslögun og það er mikilvægt að muna það. Ef þið hafið áhuga á að læra meira um líkamsvirðingu er hér glærusett frá Samtökum um líkamsvirðingu.

 

Uppfært miðvikudagur, 12 mars 2014 15:55

Nánar: Dagur líkamsvirðingar

Síða 51 af 55

Tengill á facebook

Á dagskrá

Engir atburðir

Hádegismatseðill

Engir atburðir
Go to top