Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Inna - upplýsingakerfi skóla

 

Moodle - MKnet

Póstur kennara

Forsíða

Sigurvegari Urpsins

Við óskum Magneu Rún Geirdal innilega til hamingju með sigurinn í söngkeppni MK, Urpinu sem haldið var í Gamla bíói í gær fimmtudaginn 13 febrúar. Magnea var með gítarleikara með sér, en það var Sigurpáll Viggó. Þau eru bæði nýnemar við MK og má vænta mikils af þeim í framtíðinni. Mikil stemming var í salnum í gær. Von er á myndbrotum og myndskeiðum úr keppninni á vefsíðu nemendafélagsins, www.nmk.is 

Uppfært föstudagur, 14 febrúar 2014 15:25

Nánar: Sigurvegari Urpsins

Fyrirtækjaheimsókn í Íslandsbanka

Nemendur í valáfanganum Fyrirtækjaheimsóknir fóru í heimsókn í höfuðstöðvar Íslandsbanka á Kirkjusandi. Þar kynntu starfsmenn Íslandsbanka starfsemi bankans og hvernig bankastarfsemi gengur fyrir sig. MK þakkar starfsmönnum Íslandsbanka kærlega fyrir mjög áhugaverða kynningu og frábærar móttökur.

Uppfært fimmtudagur, 13 febrúar 2014 11:04

Nánar: Fyrirtækjaheimsókn í Íslandsbanka

Valvika í MK hefst 17. febrúar

Mánudaginn 17. febrúar hefst valvika í MK. Þá velja nemendur sér áfanga fyrir haustönn í INNU. Alla vikuna er INNAN opin til að velja, allar upplýsingar um hvernig á að bera sig að og hvað er í boði verða á heimasíðunni. mk.is, á mánudagsmorgun og áfangastjóri, námsstjóri og námsráðgjafar sitja frammi við Sunnusal á auglýstum tímum og leiðbeina þeim sem vilja.

Vali fyrir næstu önn (önnin heitir 20142) á að vera lokið fyrir vetrarfríið sem hefst 21. febrúar.

Nokkur óvissa hefur ríkt vegna lausra kjarasamninga kennara og erfiðra samningaviðræðna. Engar áreiðanlegar fréttir hafa borist af verkfallsboðun svo við í MK höldum okkar striki.

Uppfært þriðjudagur, 11 febrúar 2014 14:26

Nánar: Valvika í MK hefst 17. febrúar

MK-Urpið. Söngkeppni MK-inga

Nú er komið að söngkeppni nemenda þar sem valinn verður fulltrúi skólans fyrir söngkeppni framhaldsskólanna.

Keppnin verður hin glæsilegasta, haldin á fimmtudaginn 13. feb. kl. 20 í Gamla bíói niðri í bæ.

14 atriði eru skráð til leiks og dómnefndin skartar eintómum snillingum, þar á meðal honum Reyni okkar. Vonandi sjáið þið ykkur fært að kíkja sem flest og styðja keppendur áfram!

Kostar 1500 kr inn. Hægt er að kaupa miða á http://midi.is/tonleikar/1/8105/

Uppfært þriðjudagur, 11 febrúar 2014 12:52

Nánar: MK-Urpið. Söngkeppni MK-inga

Starfsdagur kennara

Í dag miðvikudaginn 5. febrúar er starfsdagur kennara hér í MK. Á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar hefst kennsla á ný samkvæmt stundatöflu.

Uppfært miðvikudagur, 05 febrúar 2014 10:16

Nánar: Starfsdagur kennara

Ráðstefna Iðnmenntar - Rafræn útgáfa -breyttir kennsluhættir

Iðnmennt verður með athyglisverða ráðstefnu 14 febrúar.

Aðalfyrirlesari verður Thomas Skytte, forstjóri Erhversskolerners Forlag í Danmörku. En hann mun sýna nýjan hugbúnað sem notaður er til að dreifa námsefni rafrænt og svo eins að fjalla um hvernig þeir hafa hagað innleiðingu á rafrænum námsgögnum í skóla.

Uppfært þriðjudagur, 04 febrúar 2014 16:34

Nánar: Ráðstefna Iðnmenntar - Rafræn útgáfa -breyttir kennsluhættir

Áhugasamir nemendur í næringarfræði

Þessar efnilegu stúlkur, Dagný Kára og Anna Kolbrá vildu endilega láta vita af því að það væri fræðandi og skemmtilegt í næringarfræðitímum hjá Guðlaugu kennara. Myndin var tekin fyrir jól þegar þær voru að vinna að lokaverkefni í áfanganum.

Uppfært fimmtudagur, 30 janúar 2014 14:22

Nánar: Áhugasamir nemendur í næringarfræði

Síða 55 af 56

Go to top