Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Inna - upplýsingakerfi skóla

 

Moodle - MKnet

Póstur kennara

Forsíða

Dagur líkamsvirðingar

Fimmtudaginn 13. mars er dagur líkamsvirðingar á Íslandi. Líkamsvirðing felst í því að bera virðingu fyrir líkama sínum og annarra. Það þýðir að við hugsum vel um líkamann okkar og hugsum fallega til hans. Við hvetjum nemendur til að þykja vænt um líkama sinn og bera virðingu fyrir hvert öðru óháð holdafari og útliti. Heilbrigði hefur ekkert að gera með líkamslögun og það er mikilvægt að muna það. Ef þið hafið áhuga á að læra meira um líkamsvirðingu er hér glærusett frá Samtökum um líkamsvirðingu.

 

Uppfært miðvikudagur, 12 mars 2014 15:55

Nánar: Dagur líkamsvirðingar

Staða mála

Skólameistari mun ávarpa nemendur MK í Sunnusal, fimmtudaginn 13. mars kl 11.20 og fara yfir stöðu mála vegna verkfallsboðunar. Allir mæta!

Uppfært miðvikudagur, 12 mars 2014 14:49

Nánar: Staða mála

Vörumessa Ungra frumkvöðla

Nemar í námskeiðinu Frumkvöðlafræði (VIÐ133) tóku þátt í Vörumessu í Smáralindinni um helgina. Þetta er hluti af keppni á vegum Ungra frumkvöðla sem margir framhaldsskólar landsins taka þátt í. 

Uppfært þriðjudagur, 11 mars 2014 13:14

Nánar: Vörumessa Ungra frumkvöðla

Dörthe Zenker sigraði í nemakeppni Kornax

Við óskum Dörthe Zenker bakaranema innilega til hamingju með sigurinn í nemakeppni Kornax sem haldin var 4-5 mars. Afrakstur efstu fjögurra keppenda var sýndur á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem var í Kórnum 6. til 8. mars.  Í öðru sæti lenti Stefán Gaukur Rafnsson.

Nánar um keppnina og myndir frá mótinu má finna hér.

Uppfært þriðjudagur, 11 mars 2014 13:06

Nánar: Dörthe Zenker sigraði í nemakeppni Kornax

Myndir frá kynningu í Kórnum


Það var mikil stemmning á framhaldsskólakynningunni í Kórnum sem fram fór um helgina. Þar var glæsilegur bás Menntaskólans í Kópavogi mikið skoðaður. Á sama tíma fór fram Íslandsmót iðn- og verkgreina. Hér eru nokkrar myndir frá kynningunni.

Uppfært þriðjudagur, 11 mars 2014 09:36

Nánar: Myndir frá kynningu í Kórnum

Örlygsstaða(rapp)bardagi

Þeir Árni Páll, Kolli, Maggi Alexander og Lárus skiluðu inn frábæru lokaverkefni í ÍSL 203. Umfjöllunarefnið var Örlygsstaðabardagi, en um hann er fjallað í bókinni Óvinafagnaður, sem er meðal lesefnis námskeiðsins. Myndbandið má sjá hér. Sjón er sögu ríkari. 

 

Uppfært sunnudagur, 09 mars 2014 12:02

Heimsókn í Icelandair

Nemendur í valáfanganum Fyrirtækjaheimsóknir fóru í kynningu í Icelandair. Þar flutti Svali Björgvinsson, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs, fyrirlestur og svaraði spurningum nemenda. MK þakkar Icelandair fyrir góða kynningu og móttökur.

Meðf. koma nokkrar myndir

 

Uppfært föstudagur, 07 mars 2014 14:53

Nánar: Heimsókn í Icelandair

Síða 55 af 58

Go to top