Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Inna - upplýsingakerfi skóla

 

Moodle - MKnet

Póstur kennara

Forsíða

Erasmus hópur í Króatíu

Þann 13. nóvember lagði hópur nemenda af stað til Split í Króatíu með kennurunum Aleksöndru og Sigurlaugu. Ferð þessi er hluti af Erasmus verkefninu From Facebook to face to face.  Cross cultural relations through social media and beyond. Hópurinn mun dvelja í Króatíu þangað til 19. nóvember.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hópinn fyrir framan elsta ólífutré í heimi en það er verndað af UNESCO. 

Uppfært föstudagur, 17 nóvember 2017 12:19

Aðventukaffi

Nemendur starfsbrautar voru með kaffiboð í þjónarými skólans og tókst vel til. Þeir bökuðu og voru með heitt súkkalaði fyrir foreldra og gesti í skólanum í gær. 

Uppfært fimmtudagur, 16 nóvember 2017 16:45

Lifandi bókasafn MK

Það er nóg að gera hjá Ingibjörgu við að tengja nýjar bækur á bókasafn MK og lestrar- og lærdómsandinn lætur ekki að sér hæða. Starfsfólk og nemendur eru alltaf velkomnir. Gætið þess að fylgjast vel með nú þegar jólabókaflóðið er framundan.

 

Uppfært sunnudagur, 12 nóvember 2017 12:37

MK komst áfram í Boxinu

MK er meðal þeirra átta framhaldsskóla sem komust áfram í úrslit framkvæmda-keppninnar Boxins sem verður haldin í HR nú á laugardaginn, 11. nóvember. Nemendurnir sem fara í lokakeppnina fyrir hönd MK eru: Kristín Hermannsdóttir, hópstjóri, Nökkvi Már Hansson, Sandra Dögg Steinsdóttir, Sigurjón Hjalti Hlynsson og Unnar Freyr Arnþórsson. Við óskum þeim góðs gengis á laugardaginn.

Uppfært miðvikudagur, 08 nóvember 2017 13:11

Heimsókn í Seðlabankann

Föstudaginn 3. nóvember síðastliðinn fóru nemendur í Þjóðhagfræði í heimsókn í Seðlabankann og fræddust um starfsemi hans. Hópurinn fékk góðar móttökur og var sammála um að ferðin hefði verið bæði gagnleg og skemmtileg.

heimsókn nemenda í Seðlabankann

Uppfært miðvikudagur, 08 nóvember 2017 11:44

Innritun á vorönn 2018

Innritun í bóklegt nám (alþjóðabraut, félagsgreinabraut, raungreinabraut, viðskiptabraut og opnabraut) og matvælanám (bakstur, framreiðsla og matreiðsla) fyrir vorönn 2018 fer fram á www.menntagatt.is dagana 1. til 30. nóvember 2017.  

Uppfært þriðjudagur, 07 nóvember 2017 12:28

MK keppir í Boxinu

Þrjú lið nemenda við MK kepptu í gær um að komast í lokakeppni Boxins, framkvæmdakeppni framhaldsskólanna. Nemendurnir leystu þrautir frá HR undir leiðsögn Villa, Jóns Eggerts, Ingibjargar Haralds og Guðrúnar Angantýs. Alls taka 20 skólar þátt í undankeppni Boxins og 8 komast áfram. MK hefur hingað til staðið sig vel í Boxinu og átti til að mynda keppendur í úrslitunum tvö s.l. ár.

Uppfært miðvikudagur, 25 október 2017 13:35

Síða 9 af 57

Tengill á facebook

Hádegismatseðill

Go to top