ATV101 - Atvinnuvegir

Í áfanganum er fjallað um undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar, þróun og breytingar í sjávarútvegi, iðnaði, landbúnaði, verslun, viðskiptum og þjónustu. Lögð er áhersla á sögu greinanna hér á landi, stöðu þeirra í dag og framtíðarþróun. Stuðst er við handbækur og efni af veraldarvefnum.

Markmið

Nemandi geti útskýrt

  • þróun helstu atvinnuvega landsmanna, s.s. sjávarútvegs, landbúnaðar, iðnaðar, orkuvinnslu, viðskipta, þjónustu o.fl.
  • núverandi ástand og horfur í atvinnumálum þjóðarinnar
  • helstu viðskiptalönd
  • skiptingu inn- og útflutnings eftir vörutegundum og viðskiptalöndum
  • skiptingu mannafla eftir atvinnugreinum