FJÁF1FB05 - Fjármálalæsi á framhaldsskólabraut

Markmið áfangans er að opna augu nemenda fyrir gildi þess að hafa yfirsýn yfir eigin útgjöld og tekjur, gera nemendum kleift að halda einfalt heimilisbókhald, þekkja réttindi og skyldur neytenda og kunna skil á helstu atriðum á almennum fjármála- og vinnumarkaði.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • mikilvægi sparnaðar og ráðdeildar til þess að geta veitt sér ýmislegt
 • lánum, sparnaði, greiðslukortum, vöxtum, gengi, verðbótum, veði, ábyrgð o.fl.
 • launaútreikningum, sköttum, orlofi, lífeyri og samsetningu launaseðils
 • réttindum og skyldum launþega á vinnumarkaði til að vera meðvitaður um stöðu sína
 • ákvarða hvað útgjöld eru nauðsynleg og hvar má draga sama

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • reikna vexti og afslátt
 • framreikna lán og skuldir
 • vinna með einfalt bókhaldsforrit til að öðlast yfirsýn á útgjöld og tekjur
 • byggja upp sparnað á einfaldan og hagkvæman hátt
 • skrifa atvinnuumsókn og ferilskrá

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • skipuleggja fjármál sín með hagsýni ...sem er metið með... reglulegum skilum á stuttum bókhaldsverkefnum
 • þekkja réttarstöðu sína og skyldur á vinnumarkaði ...sem er metið með... t.d. ritgerðasmíð eða kynningu í hópavinnu