Ferðamálanám

Ferðamálaskólinn í Kópavogi hefur verið starfræktur síðan 1987 og byggir á námskrá fyrir ferðamálanám sem viðurkennd hefur verið af Menntamálaráðuneytinu. Skólinn býður upp á hagnýtt, stutt og hnitmiðað nám á fjórða þrepi íslenska hæfnirammans um menntun. Námið er góður undirbúningur fyrir störf í ferðaþjónustu eða áframhaldandi nám á háskólastigi, en próf frá Ferðamálaskólanum er til dæmis metið sem ígildi fyrsta árs í BA námi í ferðamálafræðum við háskólann í Bournemouth á Englandi. Í Ferðamálaskólanum er meðal annars fjallað um Ísland sem ferðamannaland og helstu ferðamannastaði hér heima og erlendis, skipulagningu ferða, uppbyggingu og starfsemi greinarinnar, markaðssetningu og rekstur ferðaþjónustu.

Ferðamálaskólinn er þekktur fyrir öflugt starfsnám og kappkostar að undirbúa nemendur undir alhliða störf í ferðaþjónustu. Námið í heild veitir góða atvinnumöguleika í ört vaxandi og spennandi atvinugrein. Skólinn er hentugur valkostur fyrir nýstúdenta, fólk sem hefur áhuga á að starfa í ferðaþjónustu og einnig þá sem þegar eru starfandi í greininni en vilja auka færni sína á ákveðnum sviðum.

Námið er lánshæft hjá LÍN.

 

Síðast uppfært 02. maí 2019