Fréttir

Nám með nýju sniði

Frá og með vorönn 2020 verða allir áfangar Ferðamálaskólans kenndir í fjarnámi með þremur staðbundnum lotum. Staðlotur verða sem hér segir:

  1. lota: 9.-11.janúar (kynning á námsefni og kennsluhugbúnaði, verkefnavinna)
  2. lota: 27.-29. febrúar (verkefnavinna sem ekki er hægt að sinna í fjarnámi)
  3. lota: 16.-18. apríl (kynningar, munnleg próf, verkefnavinna)

 

Umsóknarfrestur um nám við Ferðamálaskólann á vorönn 2020 rennur út föstudaginn 6. desember. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu skólans.

Allar nánari upplýsingar fást hjá fagstjóra í síma 594 4020 eða tölvupósti til ferdamalaskolinn@mk.is

 

 

Síðast uppfært 04. nóvember 2019