Skipulag

Markmiðið með ferðafræðináminu er að undirbúa nemendur undir alhliða störf í ferðaþjónustu og/eða til frekara náms. Námið tekur eitt ár sem skiptist í 57 eininga bóklegt nám og 20 eininga starfsþjálfun í ferðaþjónustufyrirtæki. Hægt er að skipta náminu á tvö ár.

Kennt er í fjarnámi. 

Starfsþjálfun

Það er hægt að útskrifast úr bóklega náminu eingöngu en til að ljúka starfstengdu ferðamálanámi er skylt að fara á þriggja mánaða starfssamning hjá fyrirtæki í ferðaþjónustu. Starfsþjálfun getur farið fram samhliða námi eða að bóklega náminu loknu. Starfsreynslu hjá ferðaþjónustufyrirtæki má meta til eininga í starfsþjálfun.

Nemendur sem eru í fullu námi eiga þess kost að taka hluta starfsnámsins erlendis. Sækja þarf um slíkt sérstaklega. Yfirleitt er starfsnám erlendis fjármagnað með styrkjum frá Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins.

Námsmat

Námsmat er fjölbreytt og endurspeglar áherslur í náminu. Námsmatið er samsett af verkefnum og prófum. Próf geta verið skrifleg á prófatíma, munnleg eða hlutapróf inni á önninni.

Síðast uppfært 27. maí 2020