Nýnemaball - mikilvægar upplýsingar (uppselt!)

Ballið verður haldið á Spot í Kópavogi fimmtudaginn 7. október 2021 kl. 21:30-00:30.

Húsið opnar kl. 21:30 og lokar kl. 22:30.

Eftir það er ekki hægt að komast inn á ballið.

Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að sækja sín börn eftir ballið.

Það er uppselt!

Miðar eru gefnir út á nafn og fást ekki endurgreiddir. Nemendur þurfa að sýna skilríki og niðurstöður úr covid hraðprófi til að komast inn á ballið.

Ölvun ógildir miðann sem og öll notkun nikótíns, tóbaks eða annarra fíkniefna. Ef nemandi er tekinn með veip (rafrettur) eru þau gerð upptæk og afhent lögreglunni.

Þeir nemendur sem bjóða með sér gesti utan MK bera ábyrgð á þeim einstaklingi og að hann hagi sér í samræmi við skólareglur MK.

Ef nemandi brýtur skólareglur á ballinu fær hann viðvörun í Innu og fær ekki að mæta á næsta skólaball MK.

Við líðum ekki ofbeldi af neinu tagi á skólaböllum. Nemandi sem beitir samnemendur sína ofbeldi fær ekki að mæta á önnur skólaböll á þessu skólaári.

Covid hraðpróf:
Allir nemendur sem kaupa sér miða á ballið þurfa að fara í covid hraðpróf. Þessi próf mega ekki vera eldri en 48 klst. gömul.

Hraðpróf eru gjaldfrjáls og nemendur þurfa að skrá sig á eftirfarandi slóð: https://www.testcovid.is/is

Hægt er að fara í hraðpróf á BSÍ á milli 15:30-16:45 og í Kringlunni á milli 8:15-16:15. Einnig er hægt að fara í hraðpróf á Suðurlandsbraut.

Á morgun, fimmtudag, á milli kl. 9:30-12:00 og 13:00-14:30 geta nemendur komið og sýnt hraðprófið sitt í Orminu og fengið armband sem staðfestir að þeir séu búnir að fá niðurstöðu úr hraðprófi og geta þannig stytt tímann sem þeir eru í röð fyrir utan ballið.