- Skólinn
- Námsleiðir
- Nemendur
- Nemendaþjónusta
- Upplýsingatækniver
- Leiðsöguskólinn
- Hótel- og matvælaskólinn
Undanfari: enginn
Í áfanganum er lagður grunnur að þekkingu á bókmenntum og listgreinum á Íslandi. Fjallað er um helstu skeið og stefnur í íslenskri bókmenntasögu. Sérstök áhersla er lögð á fornbókmenntir, s.s. Íslendingasögur og eddukvæði og það samfélag sem slíkar bókmenntir spruttu úr. Skoðuð eru tengsl bókmennta og samfélags í aldanna rás og staða þeirra í nútímasamfélagi. Kynntar eru helstu listgreinar, s.s. byggingarlist, myndlist, höggmyndalist, silfursmíði, útskurður, tónlist, leiklist, listdans og kvikmyndagerð. Lögð er áhersla á að sýna fram á tengsl listsköpunar á Íslandi við verkmenningu, siði og lífskjör þjóðarinnar. Jafnframt er fjallað um helstu söfn landsins og hvernig þau nýtast í ferðum um landið.
Nemandi geti frætt um