- Skólinn
- Námsleiðir
- Nemendur
- Nemendaþjónusta
- Upplýsingatækniver
- Leiðsöguskólinn
- Hótel- og matvælaskólinn
Forsendur: Að nemendur séu skráðir í allar kjarnagreinar þar sem námsmat byggir á innihaldi þeirra.
Í áfanganum er æfður almennur orðaforði í kjörmáli. Ekki er um beina tungumálakennslu að ræða, heldur er leiðbeint um orðanotkun, málfræði, efnistök og framburð. Nemendur eru þjálfaðir í málhópum eftir kjörmáli þar sem sérstök áhersla er lögð á sérorðaforða í samræmi við námsefni í námsáföngunum Atvinnuvegir (ATV101), Bókmenntir og listir (BOL102), Dýralíf (DÝR101), Gróður og náttúruvernd (GRN101), Íslandssaga (SAG101), Íslenska samfélagið (ÍSA101) og Jarðfræði (JAR102). Æfð er framsetning og frásagnartækni í viðkomandi tungumáli með hliðsjón af námskeiðinu Leiðsögutækni - samskipti (LES102). Kynnt eru helstu rit um Ísland á viðkomandi tungumáli og gerður er samanburður við heimalönd ferðamannanna. Lögð er áhersla á munnlega færni með raunhæfum verkefnum sem fjalla um mál sem leiðsögumenn þurfa að útskýra í starfi. Safnað er í orðalista í hverju tungumáli.
Nemandi fái