VEV102 Vettvangsnám

Undanfari: enginn

Í vettvangsnáminu er farið á söfn og stofnanir sem tengjast efnisþáttum kjarnagreinanna, s.s. sögu, menningu, atvinnulífi, gróðri, dýralífi, bókmenntum, listum og lífsháttum þjóðarinnar. Lögð er áhersla á að nemendur fái leiðsögn og fræðslu um viðkomandi söfn og stofnanir af fagfólki. Farið er í sérstaka vettvangsferð í þeim tilgangi að skoða jarðfræðifyrirbæri í náttúrunni.

Markmið

Nemandi fari í

  • jarðfræðiferð
  • vettvangsferð í stofnun/fyrirtæki sem tengist gróðri og dýralífi
  • heimsókn á listasafn
  • Þjóðmenningarhúsið
  • Þjóðminjasafnið

 

Síðast uppfært 22. mars 2019