Skólinn

Nám í Leiðsöguskólanum er víðfemt og fjölbreytt. Fjallað er um jarðfræði Íslands, sögu og menningu, gróður, dýralíf, atvinnuvegi og íslenskt samfélag, bókmenntir og listir. Nemendur eru fræddir um helstu ferðamannastaði á Íslandi, ferðamannaleiðir, náttúruvernd, umhverfismál og leiðsögutækni. Fyrirlesarar, kennarar og leiðbeinendur eru allir sérfróðir um einstaka málaflokka.

Þeir sem útskrifast sem leiðsögumenn frá Leiðsöguskólanum fá félagsaðild að fagdeild Félags leiðsögumanna þ.e. fulla aðild að félaginu, Nánari upplýsingar á vef félags leiðsögumanna.

Nánari upplýsingar um námið gefur fagstjóri Leiðsöguskólans í síma 594 4025. Einnig er hægt að senda póst á netfangið lsk@mk.is

 

Síðast uppfært 10. júní 2020