- Skólinn
- Námsleiðir
- Nemendur
- Nemendaþjónusta
- Upplýsingatækniver
- Leiðsöguskólinn
- Hótel- og matvælaskólinn
Á opinni braut er áhersla lögð á að byggja upp almennan sterkan þekkingargrunn með því að nemendur aðlaga námið að þörfum sínum og áhugasviðum.
Brautinni lýkur með stúdentsprófi og þar með býr nemandinn yfir þekkingu, leikni og hæfni til að takast á við nám á háskólastigi. Við samsetningu námsins tryggir nemandi sér að námið veiti honum réttan undirbúning undir það framhaldsnám sem hann hyggst leggja stund á. Með afreksíþróttasviði er nemanda sem stundar keppnisíþróttir gert kleift að stunda þær samhlíða námi.
sjá hér
Námstími til stúdentsprófs er þrjú ár og þarf nemandi að ljúka 33-34 einingum á önn til að ljúka á þeim tíma.
Heiti fags, (einingar) skammstöfun fags og skammstöfun áfanga með tengli í áfangalýsingu
Nemandi velur 20 einingar eða 4 áfanga*
*Nemendur velja áfanga í bundið val, miðað við aðgangsviðmið háskóla
Nemandi velur þrjár mismunandi 15 eininga kippur
Ein kippa samanstendur af þremur áföngum (15 einingum). Af þessum 15 einingum þurfa að minnsta kosti 5 einingar að vera á þriðja þrepi. Nemandi þarf að taka 3 kippur.
Hægt að taka 15 einingar í sömu námsgrein
Dæmi: SÁLF2BA05, SÁLF2BB05, SÁLF3CA05
Hægt að taka 5, 10 eða 15 einingar sem framhald af áfanga/áföngum sem nemandinn hefur tekið í kjarna brautar.
Dæmi: DANS2BB05, ÍSLE3CC05, ENSK3CC05
Áfangar í viðskipta- og hagfræðigreinum, raungreinum og félags- og hugvísindagreinum þurfa ekki að vera í sömu námsgrein (opin kippa).
Dæmi:
VLÖG2BA05, MARK2BA05, FRUM3CA05
NÆRI2BA05, LÍFF2BA05, LÍFF3CB05/LÍFF3CC05
Fleiri dæmi um kippur má finna hér
Frjálst val 10 einingar þar sem nemandi getur haldið áfram að dýpka þekkingu sína eða valið aðra áfanga sem skólinn býður upp á.
Hafa þarf í huga við allt val að einingar á fyrsta þrepi geta verið 66 að hámarki, annars þreps einingar geta verið 100 að hámarki og það þurfa að vera að lágmarki 34 einingar á þriðja þrepi.
Lágmarkseiningafjöldi til stúdentsprófs er 203 einingar, en nemandi má útskrifast með fleiri einingar.
Danska, enska, íslenska, stærðfræði á fyrsta þrepi teljast ekki með til stúdentsprófs þ.e. í 203 eininga pakkanum.
Að loknu námi á opinni braut skal nemandi hafa hæfni til að: