Afrekssvið Menntaskólans í Kópavogi - Beiðni um leyfi vegna íþróttaiðkunnar

Nemendur Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi geta fengið leyfi óski félag eða sérsamband (landslið) eftir því. Skilyrði fyrir leyfi er að nemandi láti kennara sína vita með eins góðum fyrirvara og mögulegt er og komist að samkomulagi um skil á verkefnum og próftöku. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á eigin námsframvindu og að allir séu upplýstir um fjarveru. 

Hægt er að fá leyfi fyrir læknisheimsóknum og sjúkraþjálfun en þá verður undirrituð staðfesting frá lækni/sjúkraþjálfara að fylgja í viðhengi. 

Foreldrar og nemendur geta ekki sjálf óskað eftir leyfum sem tengjast íþróttaiðkunn. Óskir um leyfi ótengd íþróttaiðkunn fara í gegnum skólaskrifstofu Menntaskólans í Kópavogi. 

Vinsamlegast fyllið út meðfylgjandi form til að óska eftir leyfi. Nánari upplýsingar veita Aron Már Björnsson aron.mar.bjornsson@mk.is og Sara Lind Stefánsdóttir sara.stefansdottir@mk.is.