Matartæknanám - innritun fyrir vorönn 2023

Matartæknanám er 204 eininga bóklegt og verklegt nám sem lýkur með fagprófi matartæknis á 3. hæfniþrepi. Matartæknanám er þrjár annir í skóla ásamt vinnustaðanámi í 15 vikur og starfsþjálfun í 38 vikur. Matartæknanám býr nemendur undir matreiðslu í eldhúsum heilbrigðisstofnana, leik-, grunn- og framhaldsskólum og mötuneytum vinnustaða. Að lokinni brautskráningu frá skóla getur nemandi sótt um löggildingu starfsheitis til Embættis landlæknis og öðlast þá réttindi til að starfa sem matartæknir. Nánari upplýsingar um námið er hér

Umsókn um nám frá 1. - 30. nóvember 2022

 

 Inntökuskilyrði 

  • Þriggja ára starfsreynsla í viðurkenndum eldhúsum mötuneyta, stóreldhúsum með starfsleyfi eða eldhúsum heilbrigðisstofnana. 
  • Hafa náð 23 ára aldri.

Mikilvægar upplýsingar 

  • Æskilegt er að nemendur hafi  gott vald á íslensku bæði töluðu- og rituðu máli. 
  • Nemendur geta stytt sér leið og farið í raunfærnimat. Með raunfærnimati fær nemandi þekkingu sína og reynslu metna upp í formlegt skólanám. Iðan fræðslusetur og aðrar fræðslumiðstöðvar sjá um raunfærnimat. 
  • Hægt er að nálgast upplýsingar um fyrra nám og raunfærnimat á Innu og Island.is 

Fyrirkomulag náms: 

  • Námið er skipulagt þannig að hægt er að stunda það samhliða vinnu. Öll kennsla fer fram eftir kl. 17.00 á daginn eða í fjarnámi. Staðlotur eru frá föstudegi til sunnudags. 
  • Á vorönn 2023 verða áfangar á 2. og 3. önn námsins í boði. Nám í boði er rauð- eða blálitað
  • Samhliða skólanámi er vinnustaðanám og starfsþjálfun sem skólinn aðstoðar nemendur við að skipuleggja eftir aðstæðum.   

Áfangar eru kenndir í fjarnámi eða í lotubundnu fjarnámi: 

  • Fjarnám fer fram í námskerfinu Moodle. Þar setur kennari inn námsefni, verkefni og annað sem tengist námi í áfanganum.  Kennarinn er með tíma á Teams samkvæmt stundatöflu. Hann er í reglulegum samskiptum við nemendur og býr ef þurfa þykir til myndbönd um efni áfangans. Fjarnámsáfangar eru rauðlitaðir
  • Í lotubundnu fjarnámi mæta nemendur í lotur og vinna auk þess verkefni í fjarnámi sem sett eru inn á Moodle. Skyldumæting er í lotur. Upplýsingar um lotur er að finna í dagatali námsins. Lotubundnir fjarnámsáfangar eru blálitaðir

 

Síðast uppfært 11. nóvember 2022