Matsveinanám

Þrepaskipt, bóklegt og verklegt nám sem lýkur með fagprófi matsveins á 2. námsþrepi. Matsveinanám er tvær annir í skóla og 52 vikur á starfsnámsstað. Það býr nemendur undir störf í mötuneytum, á fiski- og flutningaskipum og minni ferðaþjónustufyrirtækjum. Matsveinar semja matseðla fyrir alla almenna matreiðslu í mötuneytum með fæðutengdar ráðleggingar Embættis landlæknis að leiðarljósi. Þeir öðlast færni í að breyta matseðlum fyrir einstaklinga með sérþarfir s.s. ofnæmi og óþol og þá sem velja að nota gænmetisfæði. Þeir annast innkaup og móttöku á öllu hráefni. Þeir undirbúa hráefni til matargerðar og meðhöndlunar,afgreiða fæði úr eldhúsi og sjá um frágang á vinnusvæðis samkvæmt heilbrigðisreglugerð. Matsveinar hafa einnig hæfni til að útbúa fínni kvöldverðarétti, leggja á borð, framreiða mat og annast þjónustu.

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði á brautina er að nemendur hafi lokið námi úr grunnskóla. Eldri nemendur sem sækja í matsveinanám þurfa að hafa að lágmarki 52 vikna starfsþjálfun frá viðurkenndu mötuneyti eða veitingastað. Þeim stendur til boða mat á fyrri starfsreynslu með raunfærnimati. Aðrir nemendur verða að hafa lokið grunnnámi í matvæla og ferðagreinum og taka starfsþjálfun á viðurkenndum starfsnámsstað.

Skipulag

Bóklegt og verklegt nám sem lýkur með fagprófi á 2.náms þrepi sem matsveinn. Námið fer fram í skóla og á vinnustað og er 150 einingar. Nemendur sem ekki hafa lokið tilskilinni starfsþjálfun taka vinnustaðanám og starfsþjálfun á viðurkenndum starfsnámsstað.

Áfangar á brautinni

Heiti fags, (einingar) skammstöfun fags og skammstöfun áfanga með tengli í áfangalýsingu 

 • Aðferðarfræði í matreiðslu  (8)  AFMA  1MT042MA04
 • Hráefnisfræði matreiðslu  (3)  HEMF  2HF03
 • Innraeftirlit og matvælaöryggi  (2)  IEMÖ  1GÆ02 
 • Matseðlafræði  (2)  MASF  2MF02
 • Matreiðsla  (20)  MATR  1MG102MA10
 • Matur og menning  (2)  MOME  2MM02
 • Nám og tölvur  (3)  NÁTÖ  1UT03
 • Næringarfræði, grunnur  (5)  NÆRG  2FV05
 • Soð, sósur og eftirréttir, súpur  (4)  SSSE  2GS04
 • Starfsþjálfun á vinnustað fyrir matsveina (30) STÞM 1MS30
 • Tækjafræði, aðbúnaður og starfsumhverfi  (2)  TFAS  1ÖU02
 • Þjónað til borðs (5) ÞTBF 2ÞT05
 • Örverufræði (2) ÖRVR 2HR02
 • Öryggismál og skyndihjáp  (2)  ÖRSK  1ÖR02
 
Skipting náms niður á annir

 Hæfniviðmið

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að

 • vinna sjálfstætt við matreiðslu og afgreiðslu í minni mötuneytum, ferðaþjónustufyrirtækjum og á fiski- og flutningaskipum
 • útskýra vinnuferla sem bygga á aðferðafræði er lýtur að almennri matreiðslu
 • reikna út hollustu- og næringargildi helstu framleiðsluvara og aðlaga matarskammta að neysluþörfum markhópa og einstaklinga
 • útfæra matseðla fyrir ólíka hópa s.s. börn, unglinga, aldraða
 • útfæra matseðla fyrir grænmetisfæði og ofnæmis- og óþolsfæði
 • nýta almenna og sértæka þekkingu til að matreiða hollan mat sem svarar mismunandi þörfum einstaklinga
 • matreiða fæðu sem tekur tillit til ólíkra menningarheima og trúarbragða
 • gera pöntunar- og verkefnalista, forgangsraða verkefnum og undirbúa vinnusvæði
 • rökstyðja val sitt á hráefni og aðferðum með skírskotun til íslenskra matreiðsluaðferða og hefða
 • vinna samkvæmt gæðastöðlum um innra efirlit HACCP í eldhúsum hvað varðar viðmiðunarmörk um hitastig, hreinlæti og vinnureglur um rekjanleika vöru, þjónustu og afgreiðslu á vörum
 • vinna samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum er lúta að öryggi og aðbúnaði á vinnustöðum
 • vinna við þrif og sótthreinsun á vinnuflötum, tækjum, og áhöldum og hafa eftirlit með slíkum þrifum í samræmi við gildandi staðla og reglur um hreinlæti og meðferð spilliefna
 • taka ábyrga afstöðu til sjálfbærni í nýtingu afurða í matreiðslu
 • afla hagnýtra upplýsinga og greina á milli áreiðanleika þeirra og fræðilegs gildis sem lúta að störfum í matreiðslu
 • tjá og rökstyðja skoðanir sínar og niðurstöður við val á aðferðum við meðferð hráefnis
 • tileinka sér víðsýni, gagnrýna hugsun og samkennd
 
Síðast uppfært 06. maí 2020