Matsveinanám - innritun fyrir vorönn 2023

Matsveinanám er 120 eininga bóklegt og verklegt nám sem er á 2. hæfniþrepi. Matsveinanám er tvær annir í skóla og 34 vikur á starfsnámsstað. Námið býr nemendur undir störf í mötuneytum, á fiski- og flutningaskipum og minni ferðaþjónustufyrirtækjum. Hægt er að sækja um nám í matartækni að loknu matsveinanámi og fæst matsveinanámið að fullu metið inn í það nám. Nánari upplýsingar um námið er hér

Umsókn um nám frá 1. - 30. nóvember 2022

 

 Inntökuskilyrði 

  • Eins árs starfsreynsla í viðurkenndu mötuneyti eða veitingastað.
  • Hafa náð 23 ára aldri.

Mikilvægar upplýsingar 

  • Æskilegt er að nemendur hafi  gott vald á íslensku bæði töluðu- og rituðu máli. 
  • Nemendur geta stytt sér leið og farið í raunfærnimat. Með raunfærnimati fær nemandi þekkingu sína og reynslu metna upp í formlegt skólanám. Iðan fræðslusetur og aðrar fræðslumiðstöðvar sjá um raunfærnimat. 
  • Hægt er að nálgast upplýsingar um fyrra nám og raunfærnimat á Innu og Island.is 

Fyrirkomulag náms: 

  • Námið er skipulagt þannig að hægt er að stunda það samhliða vinnu. Öll kennsla fer fram eftir kl. 17.00 á daginn eða í fjarnámi. Staðlotur eru frá föstudegi til sunnudags. 
  • Á vorönn 2023 verða áfangar á 2. önn námsins í boði. Nám í boði er rauð- eða blálitað. 

Áfangar eru kenndir í fjarnámi eða í lotubundnu fjarnámi: 

  • Fjarnám fer fram í námskerfinu Moodle. Þar setur kennari inn námsefni, verkefni og annað sem tengist námi í áfanganum.  Kennarinn er með tíma á Teams samkvæmt stundatöflu. Hann er í reglulegum samskiptum við nemendur og býr ef þurfa þykir til myndbönd um efni áfangans. Fjarnámsáfangar eru rauðlitaðir
  • Í lotubundnu fjarnámi mæta nemendur í lotur og vinna auk þess verkefni í fjarnámi sem sett eru inn á Moodle. Skyldumæting er í lotur. Upplýsingar um lotur er að finna í dagatali námsins. Lotubundnir fjarnámsáfangar eru blálitaðir

 

Síðast uppfært 11. nóvember 2022