Prófundirbúningur

Word-skjal     PDF-skjal

Hér eru nokkur góð ráð fyrir ykkur til að æfa skipulag sem getur auðvitað nýst ykkar alla önnina og/eða til að  ljúka önninni með glæsibrag !! Einnig  ef  þú ert heima í sóttkví eða með Covid og hefur heilsu til að sinna náminu þínu þá eru eftirfarandi punktar mjög mikilvægir til að vinna eftir:

  1. Skráðu hjá þér skiladag á þeim verkefnum sem þarf að skila á fram á seinasta skóladag. Þú þarft að fara inn í  alla moodle áfangana þína og rannsaka – ef eitthvað er óljóst hafðu þá samband við kennarann þinn.
  2. Skráðu  einnig hjá þér í hvaða próf  þú ert að fara  í símatsáföngum og gerðu lestraráætlun(seinasti kennsludagur er 3. des) – gott að byrja tímanlega!  (sjúkrapróf, munnleg próf, osfrv.)
  3. Raðaðu svo verkefnum í forgangsröð eftir skilafresti og stærð verkefna(hvað gilda þau mörg % og hvað eru þau löng?) – taktu þér góðan tíma í stærri verkefni.  Gott er að vinna þau í smærri lotum (þú þarft að finna hvað þú hefur mikið úthald og athygli).  Ákveddu hvenær þú ætlar að læra í hvaða verkefni og reyndu að standa við það. 
  4. Hvernig kemst ég í gírinn?? Byrjaðu á einhverju skemmtilegu og/eða einhverju sem tekur stuttan tíma. Þá ertu með sjálfstraustið í botni þegar þú prófar að fara í það sem þér finnst erfitt og þú ert búin að vera að fresta.  Gott að enda daginn á einhverju fljótlegu og skemmtilegu líka.  Mundu að skila í moodle!
  5. Taktu tímann á því hvað þú ert lengi að vinna hvert verkefni – þannig getur þú betur skipulagt tímann enn betur.
  6. Endaðu vinnulotuna á því að ákveða hvað þú ætlar að gera næsta dag eða í næstu vinnulotu og fylltu inn í tímaáætlun hvaða verkefni það verður.
  7. Skráðu einnig hjá þér hvaða lokapróf (6.-13.des) þú ert að fara í og merktu inn í áætlun hvenær þú ætlar að lesa og læra.

Hér er svo tímaáætlunin sem þú skráir allt í.   Með yfirsýn og skipulagi getur þú minnkað skólakvíða og náð enn betri árangri!

 

 

 

Mánudagur

Þriðjudagur

Miðvikudagur

Fimmtudagur

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

 

 

 

 

19. nóv

20.nóv

21.nóv

22.nóv

23.nóv

24.nóv

25.nóv

26.nóv

27.nóv

28.nóv

29.nóv

30.nóv

1.des

2.des

3.des – seinasti kennsludagur

4.des

5.des

6.des – fyrsti dagur í prófaviku

7.des

8.des

9.des

10.des

11.des

12.des

13. des - sjúkrapróf

14.des - jólafrí

 

 

 

Gangi þér vel!!!

 

 

 

Síðast uppfært 24. nóvember 2021