Innritun

 MK er framsækinn menntaskóli í hjarta Kópavogs. Þar stundar fjöldi nemenda nám á bóknáms- og verknámsbrautum matvælagreina. Boðið er upp á bóklegt nám til stúdentsprófs á félagsgreinabraut, opinni braut, raungreinabraut og viðskiptabraut. Fyrir nemendur sem þurfa að styrkja faglegan grunn fyrir frekara nám er boðið upp á framhaldsskólabraut. Þá er einnig boðið upp á starfsbraut fyrir nemendur með fötlun á einhverfurófi.

Í matvælanámi geta nemendur á aldrinum 16-18 ára innritast í grunndeild matvæla- og ferðagreina sem er grunnnámsbraut fyrir frekara nám í matvælagreinum. Einnig er boðið er upp á samningsbundið iðnnám í bakstri, framreiðslu, kjötiðn og matreiðslu. Nemendur sem leggja stund á matvælanámið geta eftir ákveðnu fyrirkomulagi lokið viðbótarnámi til stúdentsprófs. Nemendur ljúka þessu námi samhliða eða eftir að iðnnámi þeirra lýkur.

Innritun fyrir haustönn 2021

Innritun í bóknám fyrir haustönn 2021

Sameiginlegt innritunartímabil framhaldsskólanna verður 8. mars – 13. apríl næstkomandi.

Nemendur sækja um rafrænt í gegnum menntagátt, miðlægt umsóknarkerfi mennta- og menningarmálaráðuneytisins og nota til þess íslykil eða rafræn skilríki. Sótt er um á vefnum www.menntagatt.is

Innritun í verknám fyrir haustönn 2021

Vakin er athygli á því að innritun í iðnnám bakara, framreiðslumanna, kjötiðnaðarmanna og matreiðslumanna fyrir vorönn 2021 hefst 1. mars og stendur til 1.a príl

Nemendur sækja um rafrænt í gegnum menntagátt, miðlægt umsóknarkerfi mennta- og menningarmálaráðuneytisins og nota til þess íslykil eða rafræn skilríki. Sótt er um á vefnum www.menntagatt.is

Nánari upplýsingar hjá áfangastjórum:

Námsráðgjafar og námsstjóri skólans veita einnig upplýsingar.

Nánari upplýsingar um innritun í framhaldsskóla

 

 

Síðast uppfært 16. febrúar 2021