Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði

Almenn skilyrði til innritunar á stúdentsbrautir eru að nemandi hafi fengið einkunninni A, B+ eða B í íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði við lok grunnskóla. Hafi nemandi einkunn undir því viðmiði (C+) getur hann innritast á stúdentsbraut en tekur áfanga á fyrsta þrepi í viðkomandi greinum. Reikna má með að námstími til lokaprófs verði þá lengri en þrjú ár. 

Nemandi með einkunnina C og D innritast á framhaldsskólabraut. 

Inntökuskilyrði í grunndeild matvæla- og ferðagreina.

Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða ígildi þess. Til að hefja nám á 2. hæfniþrepi í kjarnagreinum, þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða lokið fyrsta þreps áfanga í þeim greinum. Hafi nemandi einkunn undir því viðmiði (C+) getur hann innritast í grunndeild matvæla- og ferðagreina en tekur áfanga á fyrsta þrepi í viðkomandi grein/um.  

Inntökuskilyrði í matvælanám

Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða ígildi þess. Til að hefja nám á brautinni þurfa nemendur að vera á námssamningi í viðkomandi iðngrein. Til að hefja nám á 2. hæfniþrepi í kjarnagreinum, þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða lokið fyrsta þreps áfanga í þeim greinum. Hafi nemandi einkunn undir því viðmiði getur hann innritast í iðnnám en tekur áfanga á fyrsta þrepi í viðkomandi grein/um.

 

Síðast uppfært 15. ágúst 2021