Skólareglur vegna Covid

Kennslufyrirkomulag og viðveruskráning:

  1. Kennsla fer fram samkvæmt stundatöflu. Staðkennsla fer fram í MK þegar hún er leyfð samkvæmt fyrirmælum frá skólameistara og sóttvarnarlækni. Heimakennsla fer fram í gegnum Teams og Moodle. Öll kennslugögn eru aðgengileg á Moodle. Rafræn kennslustund fer fram á Teams.
  2. Mæting í staðkennslu í MK er skráð með bókstafnum M (mæting). Mæting í rafræna kennslustund í gegnum Teams er skráð með bókstafnum H (heimakennsla). Ef nemandi mætir ekki í kennslustund fær hann F fyrir fjarvist. Ef nemandi mætir of seint í kennslustund fær hann S fyrir seint. Ef nemandi mætir ekki í staðkennslustund í MK, en mætir á Teams, fær hann fjarvist nema vera með leyfi til að vera í heimakennslu.
  3. Hver heimakennslustund hefst í gegnum Teams samkvæmt stundatöflu. Kennarar eru til taks fyrir nemendur á netinu í gegnum Teams, Moodle eða tölvupóst á meðan á tíma stendur.  
  4. Kennari getur látið nemendur skila litlu tímaverkefni eftir heimakennslustundina sem gildir sem staðfesting á mætingu. Þetta má nota í bland við hefðbundnar heimakennslustundir til að auka virkni nemenda og bjóða upp á meiri sveigjanleika í fjarnáminu. Upplýsa skal nemendur um þetta skriflega í gegnum Moodle eða Teams.
  5. Kennarinn getur tekið mætingu hvenær sem er á meðan á tíma stendur.
  6. Kennarinn getur krafist þess að nemendur séu í mynd hvenær sem er í kennslustundinni.
  7. Í heimakennslutíma gilda sömu reglur og í venjulegum tíma. Nemendur taka tillit til samnemenda sinna, fylgja fyrirmælum kennara og eru þátttakendur í tímanum.

Brjóti nemandi reglur skólans fær hann viðvörun. Ítrekuð brot á skólareglum geta leitt til brottvísunar. Forráðamönnum ólögráða nemenda er gert viðvart svo þeir geti nýtt andmælarétt sinn, sbr. VNL-205.

Síðast uppfært 15. október 2020