Útiíþróttir

 Útiíþróttir er valkostur fyrir þá sem skráðir eru í íþróttaáfanga ÍÞRÓ1AA01SP og ÍÞRÓ1AA01ÞJ. Þeir sem mæta í útiíþróttir geta unnið sér inn mætingu í Sporthúsið eða aðrar líkamsræktarstöðvar sem þeir hafa skilað inn áætlun fyrir.

Lokadagur til að senda inn hreyfingu í útiíþróttum er 7. desember.

Nemendur þurfa að hafa mætt samtals 20 sinnum í útiíþróttir og/eða líkamsræktarstöðvar (Sporthúsið eða aðrar stöðvar) til að ná íþróttaáföngum.

 

Íþróttir á Covid tímum -  Tímabilið 1.-30. nóvember

Til þess að ljúka áföngunum ÍÞRÓ1AASP og ÍÞRÓ1AAÞJ þarf að hreyfa sig sem samsvarar tuttugu skiptum í Sporthúsinu. Nemandi getur valið sér hreyfingu utandyra t.d. göngur, skokk, hjólaferðir sem að lágmarki tekur eina klukkustund. Einnig er hægt að fá lengri hreyfingu metna til fleiri skipta. Áður en hreyfing fer fram í fyrsta skiptið þarf nemandi að skrá sig. Þegar búið er að yfirfara skráninguna er sendur póstur með staðfestri skráningu í útiíþróttir og nánari upplýsingum um framkvæmdina og hvernig á að skila gögnum um hreyfinguna til að fá hana skráða.  

Til þess að fá hreyfingu metna þarf að: 

  • hreyfa sig í eina klukkustund utandyra 
  • senda rafræn gögn úr hreyfingar smáforriti á mkhreyfing@mk.is

Síðasti skráningardagur fyrir nóvembermánuð er 20. nóvember. Þeir sem voru búnir að skrá sig fyrir októbermánuð þurfa ekki að skrá sig fyrir nóvembermánuð. 

Síðast uppfært 23. nóvember 2020