Vinnureglur fyrir nemendur í fjarkennslu/heimakennslu

1. Hlaða niður Teams appinu í tölvu og símann sinn - getur verið gott ef maður er í strætó á leið heim til sín í tíma á síðustu stundu. (Innskráning er kennitala@mk.is og lykilorð)

2. Kennarinn getur tekið mætingu hvenær sem er á meðan á tíma stendur. Mikilvægt að vera virkur í fjarkennslutímanum svo að ekki hlaðist upp óþarfa fjarvistir.

3. Kennarinn getur krafist þess að nemendur séu í mynd hvenær sem er í kennslustundinni. Nemendur þurfa að hlýða fyrirmælum kennarans. Kennarinn þarf ekki að sjá neitt nema andlitin ykkar. Þið getið valið ykkur þann bakgrunn sem þið viljið í Teams.

4. Finna sér næði til að sinna fjarkennslutímum og gæta þess að sýna samnemendum sínum tillitsemi og virðingu með því að trufla ekki kennslustundir með hávaða. Sniðugt að vera með heyrnartól.

5. Nemendur í fjarkennslutíma heima hjá sér fá H (= Heimakennsla) í Innu og gefur það mætingu alveg eins og hefðbundin mæting í staðkennslu í MK. Mikilvægt er að mæta í skólann í sinni viku í þá tíma sem þið fáið að mæta í. Það er lúxus að fá að mæta í skólann sinn. Nýtið ykkur þetta á meðan þið getið.

6. Í fjarkennslutíma gilda sömu reglur og í venjulegum tíma. Nemendur taka tillit til samnemenda sinna, fylgja fyrirmælum kennara og eru þátttakendur í tímanum.

Vonandi náum við að fara í hefðbundnara skólastarf fyrr en síðar en þangað til hjálpumst við að við að láta hlutina ganga upp.

Síðast uppfært 03. janúar 2022