Innritun

 MK er framsækinn menntaskóli í hjarta Kópavogs. Þar stundar fjöldi nemenda nám á bóknáms- og verknámsbrautum matvælagreina. Boðið er upp á bóklegt nám til stúdentsprófs á félagsgreinabraut, opinni braut, raungreinabraut og viðskiptabraut. Fyrir nemendur sem þurfa að styrkja faglegan grunn fyrir frekara nám er boðið upp á framhaldsskólabraut. Þá er einnig boðið upp á starfsbraut fyrir nemendur með fötlun á einhverfurófi.

Í matvælanámi geta nemendur á aldrinum 16-18 ára innritast í grunndeild matvæla- og ferðagreina sem er grunnnámsbraut fyrir frekara nám í matvælagreinum. Einnig er boðið er upp á samningsbundið iðnnám í bakstri, framreiðslu, kjötiðn og matreiðslu. Nemendur sem leggja stund á matvælanámið geta eftir ákveðnu fyrirkomulagi lokið viðbótarnámi til stúdentsprófs. Nemendur ljúka þessu námi samhliða eða eftir að iðnnámi þeirra lýkur.

Innritun fyrir haustönn 2020

Innritun á starfsbrautir fyrir fatlaða nemendur fer fram 1.-29. febrúar.
Innritun á starfsbrautir fer fram 1.-29. febrúar.  Áætlað er að afgreiðslu umsókna þessara nemenda verði lokið fyrir lok apríl.

Forinnritun 10. bekkinga fer fram 9. mars til 13. apríl
Forinnritun nemenda sem ljúka munu 10. bekk vor 2020 (fæddir 2004 eða síðar) hefst 9. mars og lýkur 12. apríl nk. Nemendur fá sent bréf með leiðbeiningum um hvernig sækja á um frá Menntamálastofnun, en í bréfinu er líka að finna veflykil sem þeir nota til að komast inn í umsókn á netinu. Foreldrar fá einnig sent kynningarbréf um umsóknarferlið. 

Lokainnritun 10. bekkinga fer fram 6. maí til 10. júní
Nemendur í 10. bekk geta sótt um eða breytt umsóknum sínum á þessu tímabili, allt fram til miðnættis 10. júní.  Einkunnir þeirra flytjast sjálfkrafa frá grunnskólanum inn í umsóknargrunninn. 

Innritun eldri nemenda fer fram 6. apríl til 31. maí
Eldri nemendur (fæddir 2003 og fyrr) geta sótt um frá 6. apríl til 31. maí. Þeir nota til þess Íslykil sem hægt er að sækja um á www.island.is at www.island.is og fá sendan í heimabanka (2-3 mínútur) eða á lögheimili (2-3 virkir dagar) eða rafræn skilríki frá viðskiptabanka.  

Innritun – breyttur innritunartími í iðnnám og meistaranám

Vakin er athygli á því að innritun í iðnnám og meistaranám bakara, framreiðslumanna, kjötiðnaðarmanna og matreiðslumanna fyrir haustönn 2020 hefst 16. mars og stendur til 15. maí.

Nemendur sækja um rafrænt í gegnum menntagátt, miðlægt umsóknarkerfi mennta- og menningarmálaráðuneytisins og nota til þess íslykil eða rafræn skilríki. Sótt er um á vefnum www.menntagatt.is.

Nánari upplýsingar hjá áfangastjóra, Baldri Sæmundssyni í síma 594 4000 frá kl. 9:00 til 15:00, netfang: baldur.saemundsson@mk.is


Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 514 7500 eða með því að senda tölvupóst á netfangið innritun@mms.is

Nánari upplýsingar um innritun í framhaldsskóla

Registration (application) for admittance to upper secondary school for the Autumn Term 2020.

 

 

Síðast uppfært 11. júní 2020