Innritun

 MK er framsækinn menntaskóli í hjarta Kópavogs. Þar stundar fjöldi nemenda nám á bóknáms- og matvælabrautum. Boðið er upp á bóklegt nám til stúdentsprófs á félagsgreinabraut, opinni braut, raungreinabraut og viðskiptabraut. Fyrir nemendur sem þurfa að styrkja faglegan grunn fyrir frekara nám er boðið upp á framhaldsskólabraut. Þá er einnig boðið upp á starfsbraut fyrir nemendur með fötlun á einhverfurófi.

Í matvælanámi geta nemendur á aldrinum 16-18 ára innritast í grunndeild matvæla- og ferðagreina sem er grunnnámsbraut fyrir frekara nám í matvælagreinum. Einnig er boðið er upp á samningsbundið iðnnám í bakstri, framreiðslu, kjötiðn og matreiðslu.

Innritun fyrir vorönn 2020

Innritun fyrir vorönn 2020.

Umsóknartímabil fyrir innritun á vorönn 2020 verður dagana 1.-30. nóvember.  

Opið verður fyrir umsóknir á eftirfarandi brautir:

  • Félagsgreinabraut
  • Raungreinabraut
  • Viðskiptabraut
  • Bakaranám
  • Framreiðslunám (þjónn)
  • Kjötiðnaðarnám
  • Matreiðslunám (kokkur)

Sótt er um skólavist í framhaldsskóla á vefnum  menntagatt.is.

 

Síðast uppfært 30. október 2019