Innritun

 MK er framsækinn menntaskóli í hjarta Kópavogs. Þar stundar fjöldi nemenda nám á bóknáms- og matvælabrautum. Boðið er upp á bóklegt nám til stúdentsprófs á félagsgreinabraut, opinni braut, raungreinabraut og viðskiptabraut. Fyrir nemendur sem þurfa að styrkja faglegan grunn fyrir frekara nám er boðið upp á framhaldsskólabraut. Þá er einnig boðið upp á starfsbraut fyrir nemendur með fötlun á einhverfurófi.

Í matvælanámi geta nemendur á aldrinum 16-18 ára innritast í grunndeild matvæla- og ferðagreina sem er grunnnámsbraut fyrir frekara nám í matvælagreinum. Einnig er boðið er upp á samningsbundið iðnnám í bakstri, framreiðslu, kjötiðn og matreiðslu.

Innritun fyrir haustið 2019

Innritun nýnema

Forinnritun fyrir nýnema sem eru að útskrifast úr 10. bekk fer fram 8. mars til 13. apríl og lokainnritun 6. maí til 7. júní.

Innritun á starfsbraut fyrir nemendur með fötlun á einhverfurófi er frá 1. til 28. febrúar.

Sótt er um skólavist í framhaldsskóla á vefnum  menntagatt.is.

Mælt er með að nemendur skili inn einkunnum samræmdra prófa í 10. bekk.

 

Innritun eldri nemenda (fæddir 2002 eða fyrr)

Innritun annarra en 10. bekkinga í bóklegt nám (félagsgreinabraut, opna braut,  raungreinabraut og viðskiptabraut) og matvælanám (bakstur, framreiðsla, matreiðsla) er frá 7. apríl til 31. maí.

Sótt er um skólavist í framhaldsskóla á vefnum  menntagatt.is.

 

Síðast uppfært 25. mars 2019