- Skólinn
- Námsleiðir
- Nemendur
- Nemendaþjónusta
- Upplýsingatækniver
- Leiðsöguskólinn
- Hótel- og matvælaskólinn
1.gr. Félagið heitir Foreldrafélag Menntaskólans í Kópavogi. Aðsetur félagsins er í Kópavogi.
2. gr. Tilgangur félagsins er að stuðla að auknum gæðum skólans og leitast við að bæta jafnframt almenn skilyrði og aðstæður einstakra nemenda til menntunar og almenns þroska. Markmiðum sínum hyggst félagið ná með því meðal annars að:
3. gr. Félagsmenn eru foreldrar og aðrir forráðamenn nemenda skólans undir 18 ára aldri.
4 gr. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Hann skal halda árlega í október að lokinni nýnemakynningu. Til fundarins skal boðað bréflega/tölupósti með a.m.k. 7 daga fyrirvara með dagskrá. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum í atkvæðagreiðslu.
Stjórn félagsins skipa fjórir foreldrar/forráðamenn nemenda, sem kosnir eru til tveggja ára í senn, tveir stjórnarmenn annað hvert ár og tveir hitt árið. Tveir varamenn skulu kosnir hvert ár. Formaður skal kosinn sérstaklega en aðrir stjórnarmenn í einu lagi og skipta þeir með sér öðrum verkum. Stjórnin skal halda gerðarbók þar sem bókuð eru öll mál sem tekin eru fyrir og allar ákvarðanir stjórnar. Einfaldur meirihluti stjórnarmanna ræður úrslitum ef ekki er einhugur um ákvarðanatöku.
5. gr.Tekjur félagsins eru styrkir sem stjórn félagsins er heimilt að taka við frá opinberum aðilum og öðrum er styðja vilja félagið og starfsemi þess, svo og önnur fjáröflun. Reikningstímabil og fjárhagsár félagsins er frá 1. Október til 30. September ár hvert. Breytingar á samþykktum:
6. gr. Samþykktum þessum má aðeins breyta á aðalfundi félagsins. Tillögur að breytingum þurfa að berast stjórn félagsins ekki síðar en 14 dögum fyrir boðaðan aðalfund. Tillögur til breytinga á samþykktum þessum, sem stjórn félagsins hyggst leggja fram, skal kynna um leið og boðað er bréflega til aðalfundar.