Mötuneyti

Mötuneytið er í Sunnusal skólans og er opið nemendum og kennurum á virkum dögum frá klukkan 8:00 – 16:00.

Menntaskólinn í Kópavogi tók þátt í átakinu Heilsueflandi framhaldsskóli. Meðal þess verks sem unnið hefur verið í þeim efnum er róttæk breyting á þjónustu mötuneytis með áherslu á hollari kost. Alltaf er boðið upp á heitan mat í hádeginu. Nemendur geta keypt staka máltíð eða 10 miða. Miðana er hægt að kaupa í mötuneytinu.

Verðskrá:

  • 850 krónur - stök máltíð
  • 7600 krónur - 10 miðar 

Foreldrar/forráðamenn geta lagt inn á reikning skólans: 536-26-2155, kt: 631173-0399 fyrir kortunum. Senda þarf tölvupóst á netfangið elisabet.gudmundsdottir@mk.is þar sem fram kemur kennitala nemandans sem greitt er fyrir.

Síðast uppfært 18. mars 2019