Áfangamat

Á hverri önn er gert áfangamat sem er könnun meðal nemenda um kennslu, skipulag, samstarf og vinnu í einstökum áföngum svo og um frammistöðu kennara. Notað er forritið Survey Monkey og eru áfangarnir sem metnir eru settir upp í rafrænu kennsluumhverfi skólans Moodle.

Á hverri önn eru metnir 12-14 áfangar þar fram koma svör frá 800-900 nemendur fyrir u.þ.b. 20 kennara. Gert er ráð fyrir að allir áfangar fari í áfangamat á u.þ.b. 3 ára fresti. Eftir áfangamat fundar hver kennari sem fer í mat með skólameistara um það sem vel er gert og það sem betur má fara. Heildarniðurstöður eftir hvert áfangamat eru kynntar á kennarafundi og vistaðar á heimasíðu skólans www. mk.is.

Síðast uppfært 06. febrúar 2019