- Skólinn
- Námsleiðir
- Nemendur
- Nemendaþjónusta
- Upplýsingatækniver
- Leiðsöguskólinn
- Hótel- og matvælaskólinn
Skólaráð er kosið við upphaf hvers skólaárs. Í skólaráði sitja tveir fulltrúar kennara, tveir fulltrúar nemenda, skólameistari, aðstoðarskólameistari, áfangastjóri og framkvæmdastjóri Hótel- og matvælaskólans. Skólameistari er oddviti skólaráðs og stýrir fundum þess.
Skólameistari boðar til funda. Skólaráð starfar á starfstíma skóla, en heimilt er að kalla það saman á öðrum tíma beri brýna nauðsyn til.
Skólaráð starfar skv. lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008, 7. grein .
Skólaráð getur vísað erindum sem það hefur fjallað um, ásamt umsögn, til skólanefndar, kennarafundar eða nemendaráðs.