Aðstaða

Í Upplýsingatækniverinu er góð aðstaða til að læra og þar á að vera góður vinnufriður.

Í boði eru fimm hópvinnuborð og eitt hópvinnuherbergi. Nemendur geta pantað hópvinnuherbergið hjá Ingibjörgu.

Á bókasafninu eru bækur, tímarit og geisladiskar og gott úrval fagbóka sem tengjast matvælagreinum, Á námsbókasafni eru flestar námsbækur sem kenndar eru í MK. Þær eru eingöngu til útláns í tíma eða til notkunar á bókasafninu.

Í Upplýsingatækniverinu eru sex borðtölvur til afnota fyrir nemendur.  Einnig eru 30 fartölvur sem lánaðar eru út í kennslustund til nemenda. Kennari þarf að óska eftir láni fyrir nemandann og einungis er lánað í eina kennslustund í senn. 

Neysla á mat og drykk er ekki leyfð og ekki er æskilegt að tala í farsíma.

Síðast uppfært 25. september 2019