Office-pakkinn

Allir nemendur hafa  aðgang að tölvupóstkerfi MK og fimm eintökum af Office 365, fyrir Windows, Apple tölvur, iPad, iPhone og Android stýrikerfi og gildir áskriftin á meðan á skólagöngu stendur.

Notandanafnið og tölvupóstfangið er ----------@mk.is þar sem kennitala kemur í stað strika.

Lykilorð fengu nemendur sent á það netfang sem þeir gáfu upp þegar sótt var um skólavist. Ef nemandi hefur ekki fengið sent lykilorð þá er honum bent á að hafa samband við starfsmenn í upplýsingatækniverinu. 

Aðgangur að tölvupóstkerfinu/Office pakkanum er í gegnum Póst-flipann á heimasíðu skólans.

Eftir að inn er komið eru hök tekin af tilboðum ef vill og smellt á Install now hnappinn.

Ef beðið er um að virkja notkun á forritunum þá þarf að staðfesta aðganginn með ofangreindu notendanafni og lykilorði, ekki nota Product Key sem er einn af valmöguleikunum.

Síðast uppfært 27. mars 2020