20.06.2025
Innritun nýnema úr grunnskóla – mikilvægar upplýsingar fyrir nýja nemendur
Innritun nýnema í Menntaskólann í Kópavogi er lokið. Metfjöldi umsókna barst eða 1.134 umsóknir um bóknám, grunndeild matvæla- og ferðagreina (GMF) og á starfsbraut. Við bjóðum 242 nýnema velkomna í bóknám, 26 nemendur á GMF og 10 nemendur á starfsbraut haustið 2025.