Um leið og við erum þakklát fyrir þá miklu aðsókn sem er í Menntaskólann í Kópavogi bendum við á að nemendur eru innritaðir miðað við ákveðnar leikreglur og það þýðir ekkert að hafa sérstaklega samband og hafa áhrif á það ferli. Starfsfólk skólans vinnur nú við innritun í samstarfi við Menntamálastofnun.
Þar fóru námsráðgjafi, kennari á afreksíþróttasviði og formaður nemendafélagsins yfir það hvað skólinn hefur upp á að bjóða fyrir væntanlega nýnema og svo var gengið um húsið og skoðað það sem fyrir augu bar.
Almenn ánægja var með heimsóknina og hér...
Nemendur dagskóla, stúdentsefni og verknámsnemar í matreiðslu, framreiðslu, bakstri og kjötiðn útskrifast föstudaginn 26. maí kl 14:00 í Digraneskirkju.
Kvöldskólanemendur (matsveinar, matartæknar, meistaranemar og nemendur leiðsöguskóla) útskrifast fimmtudaginn 25. maí kl 16:00 í Digraneskirkju.
Öll útskriftarefni eiga að hafa fengið nánari leiðbeiningar um fyrirkomulag útskriftar sendar í tölvupósti.