Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Inna - upplýsingakerfi skóla

 

Moodle - MKnet

Póstur kennara

Forsíða

Eistneskir gestir

Dagana 21. til 26. október eru eistneskir kennarar í heimsókn hjá raungreinakennurum hér í MK. Heimsóknin er hluti af tveggja ára samstarfsverkefni milli eistneska skólans Tallinn Technical Secondary School og MK. Verkefnið ber heitið science into reality. Við bjóðum gestina okkar velkomna!

Uppfært fimmtudagur, 23 október 2014 15:52

Valvika 21 - 24 okt.

Vikuna 21 til 24 október er valvika hér í MK. Áfangastjórar, námsráðgjafar og námsstjóri verða í holinu í V-álmu og aðstoða nemendur við valið fyrir næstu önn.

Upplýsingar um áfanga í boði og valáfanga má finna hér til vinstri á heimasíðunni.

Uppfært þriðjudagur, 21 október 2014 09:44

Nánar: Valvika 21 - 24 okt.

Nemendur í MEL í menningarferð

Nemendur í áfanganum menningarlæsi fóru í vettvangsferð í miðbæ Reykjavíkur síðasta föstudag. Sýningin Stelpumenning í Ljósmyndasafni Reykjavíkur var skoðuð. Þar er að sjá myndir sem bandaríski ljósmyndarinn Lauren Greenfield tók á fimm árum á meðan hún rannsakaði líf stúlkna í Bandaríkjunum. Á heimasíðu ljósmyndasafnsins segir að í sýningunni mætist: „...hversdagslegar og öfgakenndar aðstæður stelpumenningar: samkeppni og útlitsdýrkun unglingsstúlkna og barátta ungrar konu með lystarstol; barn í búningaleik og fatafella í skólastúlkubúningi.“ Starfsmenn safnsins veittu nemendum leiðsögn um sýninguna og sýndu nemendum að auki heimildamynd sem Greenfield hefur tekið. Að auki fóru nemendur í gönguferð um miðbæ Reykjavíkur þar sem saga bæjarins og helstu húsa var rakin. Veðrið var með besta móti og var gangan hin ánægjulegasta.

Uppfært mánudagur, 13 október 2014 12:34

Nánar: Nemendur í MEL í menningarferð

Nemendur Ferðamálaskólans á Vest Norden

Nemendur í Ferðalandafræði Íslands í Ferðamálaskólanum hlaust sá heiður að fara á ferðakaupstefnuna Vest Norden í Laugardalshöll þann 30. september.

Þar hittast erlendir kaupendur og íslenskir seljendur vöru og þjónustu til að kynna það nýjasta fyrir væntanlega ferðamenn á Íslandi. Þetta var gagnleg og góð heimsókn þar sem nemendur fengu að ganga á milli sölubása og kynnast vöruframboði. Þakkir til Íslandsstofu fyrir að taka á móti hópnum okkar.

Hildur Jónsdóttir Kennari

Uppfært miðvikudagur, 08 október 2014 10:21

Nánar: Nemendur Ferðamálaskólans á Vest Norden

Ferðalandafræði á Reykjanesi - myndir

Það var rigning og rok í ferð nemenda í ferðalandafræði á Reykjanes, en það lét enginn það á sig fá. Farið var að hverasvæðum við Seltún og Gunnuhver, festum bílinn í fjörusandi, hoppað á brúnni milli heimsálfa og svo var endað í ljúfu baði í Bláa Lóninu sem okkur var boðið í til að verða betri boðberar og starfsmenn í ferðaþjónustu. Hressandi ferð,

Hildur Jóns, kennari

Uppfært miðvikudagur, 08 október 2014 10:15

Nánar: Ferðalandafræði á Reykjanesi - myndir

Ofurhetjur á Tyllidögum

Meðal þess sem nemendum bauðst að gera í dag á Tyllidögum var að búa til listræna útfærslu á íslenskum ofurhetjum. Hér má meðal annars sjá Gunnar Hámundarson og Hallgerði Langbrók í myndrænni túlkun nútímafólks. 

Uppfært mánudagur, 06 október 2014 12:35

Nánar: Ofurhetjur á Tyllidögum

Dagskrá tyllidaga

Dagskrá Tyllidaga er á vef NMK.is sjá hér.

Uppfært mánudagur, 06 október 2014 08:27

Nánar: Dagskrá tyllidaga

Síða 1 af 15

Á dagskrá

fös okt 24
Valvika
Go to top