Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Inna - upplýsingakerfi skóla

 

Moodle - MKnet

Póstur kennara

Forsíða

Nemendur í MEL í menningarferð

Nemendur í áfanganum menningarlæsi fóru í vettvangsferð í miðbæ Reykjavíkur síðasta föstudag. Sýningin Stelpumenning í Ljósmyndasafni Reykjavíkur var skoðuð. Þar er að sjá myndir sem bandaríski ljósmyndarinn Lauren Greenfield tók á fimm árum á meðan hún rannsakaði líf stúlkna í Bandaríkjunum. Á heimasíðu ljósmyndasafnsins segir að í sýningunni mætist: „...hversdagslegar og öfgakenndar aðstæður stelpumenningar: samkeppni og útlitsdýrkun unglingsstúlkna og barátta ungrar konu með lystarstol; barn í búningaleik og fatafella í skólastúlkubúningi.“ Starfsmenn safnsins veittu nemendum leiðsögn um sýninguna og sýndu nemendum að auki heimildamynd sem Greenfield hefur tekið. Að auki fóru nemendur í gönguferð um miðbæ Reykjavíkur þar sem saga bæjarins og helstu húsa var rakin. Veðrið var með besta móti og var gangan hin ánægjulegasta.

Uppfært mánudagur, 13 október 2014 12:34

Nánar: Nemendur í MEL í menningarferð

Nemendur Ferðamálaskólans á Vest Norden

Nemendur í Ferðalandafræði Íslands í Ferðamálaskólanum hlaust sá heiður að fara á ferðakaupstefnuna Vest Norden í Laugardalshöll þann 30. september.

Þar hittast erlendir kaupendur og íslenskir seljendur vöru og þjónustu til að kynna það nýjasta fyrir væntanlega ferðamenn á Íslandi. Þetta var gagnleg og góð heimsókn þar sem nemendur fengu að ganga á milli sölubása og kynnast vöruframboði. Þakkir til Íslandsstofu fyrir að taka á móti hópnum okkar.

Hildur Jónsdóttir Kennari

Uppfært miðvikudagur, 08 október 2014 10:21

Nánar: Nemendur Ferðamálaskólans á Vest Norden

Ferðalandafræði á Reykjanesi - myndir

Það var rigning og rok í ferð nemenda í ferðalandafræði á Reykjanes, en það lét enginn það á sig fá. Farið var að hverasvæðum við Seltún og Gunnuhver, festum bílinn í fjörusandi, hoppað á brúnni milli heimsálfa og svo var endað í ljúfu baði í Bláa Lóninu sem okkur var boðið í til að verða betri boðberar og starfsmenn í ferðaþjónustu. Hressandi ferð,

Hildur Jóns, kennari

Uppfært miðvikudagur, 08 október 2014 10:15

Nánar: Ferðalandafræði á Reykjanesi - myndir

Ofurhetjur á Tyllidögum

Meðal þess sem nemendum bauðst að gera í dag á Tyllidögum var að búa til listræna útfærslu á íslenskum ofurhetjum. Hér má meðal annars sjá Gunnar Hámundarson og Hallgerði Langbrók í myndrænni túlkun nútímafólks. 

Uppfært mánudagur, 06 október 2014 12:35

Nánar: Ofurhetjur á Tyllidögum

Dagskrá tyllidaga

Dagskrá Tyllidaga er á vef NMK.is sjá hér.

Uppfært mánudagur, 06 október 2014 08:27

Nánar: Dagskrá tyllidaga

Tyllidagar 2014

Tyllidagar verða í skólanum mánudag 6. október og þriðjudag 7. október. Á Tyllidögum er hefðbundið skólastarf brotið upp í tvo daga og nemendum leyft að reyna sig á nýjum vettvangi. Ákveðið þema er hverju sinni, að þessu sinni ofurhetjur. Dagskrá er fjölbreytt að venju, í bland fræðslu- og skemmtiefni og verður hún aðgengileg á heimasíðu skólans. Skyldumæting er á Tyllidaga og safna nemendur stimplum á blað með þátttöku í dagskránni. Þeir skila síðan blaðinu á skrifstofu skólans síðari hluta þriðjudags þegar þeir hafa náð tilteknum fjölda stimpla. Þeir sem ekki mæta fá skráða fjarvist og því er mikilvægt að nemendur passi vel upp á blaðið sitt. Kennarar taka þátt í dagskránni á Tyllidögum.

Uppfært föstudagur, 03 október 2014 14:36

Nánar: Tyllidagar 2014

Tyllidagaball - foreldrarölt

Þriðjudaginn 7. október verður Tyllidagaball haldið á skemmtistaðnum Spot, húsið opnar kl. 22:00, lokar klukkan 23:00 og ballið stendur til 01:00.

Nemendur verða að sýna skilríki og miða við innganginn, annars komast þeir ekki inn á ballið. Óskað er eftir viljugum foreldrum á rölt milli kl. 22:00 og 23:30. Foreldrar eru á gangi utandyra meðan nemendur eru að tínast inn og eru kennurum til aðstoðar og fylgjast með að allt fari vel fram. Það hefur sýnt sig að foreldrarölt hefur forvarnargildi.

Þeir sem sjá sér fært að mæta eru vinsamlegast beðnir um að setja sig í samband við stjórn foreldrafélagsins á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Athugið að kennsla hefst kl. 8:20 næsta morgun, miðvikudag.

Uppfært fimmtudagur, 02 október 2014 11:03

Nánar: Tyllidagaball - foreldrarölt

Síða 1 af 15

Á dagskrá

mán okt 20
Vetrarfrí
þri okt 21
Valvika
mið okt 22
Valvika
fim okt 23
Valvika
fös okt 24
Valvika
Go to top