Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Inna - upplýsingakerfi skóla

 

Moodle - MKnet

Póstur kennara

Forsíða

Frumkvöðlar í MK

Keppni um fyrirtæki ársins hjá ungum frumkvöðlum fór fram 27. apríl í höfuðstöðvum Arionbanka. Nemendur úr MK sem stundað hafa nám í frumkvöðlafræði í vetur komust í úrslit. Fyrirtækið sem þau Hrafnkell, Ragnheiður, Búi, Rannveig og Jóhann stofnuðu heitir MARsölt og framleiðir það baðsölt úr íslensku hráefni. 

frumkvodlar MK

Uppfært miðvikudagur, 27 apríl 2016 22:24

Edrúpotturinn -vinningshafar

Það voru 38 veglegir vinningar í boði í edrúpottinum á Árshátíð NMK. Það var foreldrafélag MK sem safnaði vinningum og hafði frumkvæði að því að bjóða nemendum upp á verðlaun fyrir að vera edrú á ballinu. Nemendur komu til Helenu Halldórsdóttur, forvarnarfulltrúa, blésu í mæli og komust í pottinn. Hér á myndinni eru nokkrir þeirra heppnu. Til hamingju krakkar!

Edrupottur2016

Uppfært þriðjudagur, 19 apríl 2016 17:32

Verðlaunahafar í keppninni Bílar og fólk

Vikuna 14.-18. mars gafst nemendum MK kostur á að taka þátt í keppni á Moodle  sem haldin var í samvinnu við eistneskan menntaskóla, Tallinn  Technical Gymnasium.  Á hverjum degi alla vikuna átti að svara tveimur spurningum um ýmislegt tengt bílum.  Þurftu nemendur ýmist að reikna eða leita upplýsinga á netinu.

Þriðjudaginn 12. apríl voru veitt verðlaun. Bestum árangri náði Hans Patrekur Hansson (til vinstri).  Axel Guðmundur Arason var í öðru sæti. Katrín Lilja Pétursdóttir var dregin úr hópi allra þátttakanda í keppninni og fékk viðurkenningu fyrir að taka þátt.

verdlaun_eistland

Uppfært fimmtudagur, 14 apríl 2016 17:29

Árshátið

Árshátíð hefst með kvöldverði í Sunnusal kl. 17:30 og stendur til kl. 20:00 

Myndir frá árshátíðinni eru á facebooksíðu: Menntaskólinn í Kópavogi 

Margrét Friðriksdóttir, skólameistari, flytur ræðu 

Forréttur: Kjörsveppasúpa, toppuð með sólseljubrögðuðum sveppum, rjómasmábrauð með þeyttu smjöri

Aðalréttur: Grilluð kjúklingabringa gratíneraðar kartöflur, sesamfræ og blómkál, piparsósa

Eftirréttur: Volg súkkulaðikaka,vanilluís, jarðaberjasósa og marengs

Árshátíðarmyndband, atriði frá kennurum, úrslit nemendakosninga og úrslit nefndakosninga á milli rétta. 

 

Kennsla fellur niður frá 14:45 á árshátíðardegi, nemendur mæta 9:35 daginn eftir.

arshatið

 

 

Uppfært fimmtudagur, 14 apríl 2016 15:05

Norræna nemakeppnin haldin í MK

Norræna nemakeppnin í framreiðslu og matreiðslu var haldin í MK 8. og 9. apríl 

Úrslitin urðu þau að Svíar hrepptu fyrsta sætið í matreiðslu en Danir voru í fyrsta sæti í framreiðslunni. 

Hér fyrir neðan eru keppendur íslenska liðsins. Sjá fleiri myndir og nánari úrslit á Veitingageirinn.is

Norraena_nemakeppnin

Uppfært mánudagur, 11 apríl 2016 18:38

Eyjaferð Ferðamálaskólans

Ævintýri í Eyjum

9. apríl fór hópur úr Ferðamálaskólanum til Vestmannaeyja í náms og skoðunarferð.

Veðrið var einstakt þessa helgi og fegurðin engu lík. Einn nemandanna hljóp upp á Heimaklett kl. 06:00, farið var í skoðunarferðir, göngutúra, Eldheimasafnið og Byggðasafnið. Elliði bæjarstjóri fræddi okkur um ferðaþjónustu í Eyjum og framtíðarsýn og bauð hópnum svo inn í tjald á litla þjóðhátið í safninu.  Eyjamenn hafið miklar þakkir  fyrir ánægjulegar móttökur og flotta þjónustu.

F.h. hópsins,  Hildur Jónsdóttir, kennari

Eyjar1

Uppfært mánudagur, 11 apríl 2016 18:27

Söngkeppni framhaldsskólanna 2016

Söngkeppni framhaldsskólanna verður í beinni útsendingu á RÚV kl. 20:45 laugardaginn 9. apríl 2016. 

Fulltrúi MK Hlöðver Smári er einn þeirra tólf sem keppa um sigurinn. 

songkeppni_2016

Uppfært föstudagur, 08 apríl 2016 10:47

Síða 1 af 32

Á dagskrá

Engir atburðir

Hádegismatseðill

Engir atburðir
Go to top