Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Inna - upplýsingakerfi skóla

 

Moodle - MKnet

Póstur kennara

Forsíða

Jólin nálgast

Nú er langt liðið á síðustu kennsluvikuna hér í MK. Jólaundirbúningurinn er hafinn af fullum krafti í skólanum og Helgi Kristjánsson og Baldur Sæmundsson tóku að sér að skreyta jólatréð. Þá litu tveir jólasveinar í heimsókn í skólann og buðu fólki upp á smákökur.

Föstudaginn 28. nóvember verður haldin Kópamessa milli kl. 8-10 þar sem útskriftarefni borða morgunverð með kennurum sínum. Prófin hefjast síðan á mánudaginn 1. desember.

Gangi ykkur vel í prófunum.

Uppfært fimmtudagur, 27 nóvember 2014 12:29

Nánar: Jólin nálgast

Vegna íþrótta

Síðasti dagur í íþróttum ÍÞR101 og ÍÞR121 er 7.desember. Nemendur sem fá íþróttir metnar eiga að skila staðfestingarblaði 1. desember. Hér kemur staðfestingarblað fyrir ÍÞR111.

Uppfært mánudagur, 24 nóvember 2014 10:22

Nánar: Vegna íþrótta

Ljóð á degi íslenskrar tungu

Nemendur í MEL106 héldu upp á að dagur íslenskrar tungu var sunnudaginn 16. nóvember með því að semja ljóð. Nemendur völdu sér bækur á bókasafni skólans og röðuðu þeim saman þannig að úr yrði ljóð. Hér að neðan eru nokkur dæmi um ljóð ásamt útskýringum frá nemendum.

Uppfært þriðjudagur, 18 nóvember 2014 12:57

Gefum blóð

13. nóvember var blóðbankabíllinn fyrir utan MK. Við hvetjum alla til að kíkja við og gefa blóð.

Uppfært föstudagur, 14 nóvember 2014 13:19

Nánar: Gefum blóð

Bakarí opið í dag

Bakaríið er opið í dag þriðjudaginn 11 nóv. frá 10:00-12:30. Hér er margt á boðstólnum jólakökur, rúnnstykki, vínarbrauð, snúðar, lagtertur og fleira góðgæti.   

Uppfært þriðjudagur, 11 nóvember 2014 10:36

Nánar: Bakarí opið í dag

Heimsókn nemendra frá Fagerlia menntaskólanum í Álasundi

Hér er hópur nemenda í heimsókn frá Fagerlia menntaskólanum í Álasundi. Hópurinn kom í gær og verður á landinu út vikuna. Framundan er viðburðarík vika hjá hópnum, þar sem farið verður í heimsókn á Náttúrustofu Kópavogs, Alþingi og Norska sendiráðið. Auk þess fara nemendur Gullna hringinn og skemmta sér síðan í Paintball. Á fimmtudaginn verður Pallaballið í Hörpunni og mun hópurinn að sjálfsögðu verða þar. Við bjóðum þau velkomin og vonum að vikan verði skemmtileg.

Uppfært þriðjudagur, 11 nóvember 2014 09:40

Nánar: Heimsókn nemendra frá Fagerlia menntaskólanum í Álasundi

Að kenna sjálfbærni í hugvísindum

Á dögunum heimsótti 7 manna hópur frá tveimur eistneskum skólum kennara í MK. Á ferðinni voru kennarar sem eru í samstarfsverkefni með kennurum í Menningarlæsi sem er skylduáfangi á fyrsta ári á öllum brautum í MK. Markmið verkefnisins er að finna leiðir til að nálgast hugtakið sjálfbærni með kennslu í greinum eins og móðurmálskennslu, sögu, félagsfræði og ensku. Búin verða til verkefni á ensku, rússnesku, eistnesku og íslensku sem verða aðgengileg á netinu og kennarar í hugvísindum geta notað til kennslu í sjálfbærni.

Uppfært mánudagur, 10 nóvember 2014 10:54

Nánar: Að kenna sjálfbærni í hugvísindum

Síða 1 af 18

Á dagskrá

mán des 01
Prófdagar
þri des 02
Prófdagar
mið des 03
Prófdagar
fim des 04
Prófdagar
fös des 05
Prófdagar

Hádegismatseðill

Engir atburðir
Go to top