Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Inna - upplýsingakerfi skóla

 

Moodle - MKnet

Póstur kennara

Forsíða

Jarðfræðiferð

Í síðustu viku voru nemendur í jarðfræðiáföngum í MK á ýmsum stöðum að skoða jarðfræði landsins. Nemendur í jar-203 fóru í Elliðavog og söfnuðu setlagasýnum og nemendur í nát-113 skoðuðu merkileg fyrirbæri í Heiðmörk og nágrenni hennar. Á myndinni má sjá nemendur í jar-103 á Þingvöllum en þessi myndarlegi hópur var á ferð um Suðurland.

Uppfært föstudagur, 24 apríl 2015 08:33

Nánar: Jarðfræðiferð

Á leið til Finnlands

Framreiðslunemarnir Ásta Steina Skúladóttir og Sunnefa Hildur Aðalsteinsdóttir og matreiðsluneminn Sóley Rós Þórðardóttir halda til bæjarins Oulu í Finnlandi þann 27. apríl. Þar munu þær fara í fjögurra vikna vinnustaðaþjálfun sem skipulögð er í samstarfi Ferðamálaskólans og Hótel- og matvælaskólans. Námsferðin er styrkt af Leonardo áætlun Evrópusambandsins. Auk þess að hljóta verklega þjálfun munu stúlkurnar kynna sér sérstaklega hvernig menning og siðir hafa áhrif á matreiðslu, framreiðslu og þjónustu við ferðamenn. Á myndinni eru Sóley Rós og Ásta Steina. MK óskar nemunum þremur velfarnaðar, góðrar ferðar og góðrar heimkomu.

Uppfært mánudagur, 20 apríl 2015 08:46

Nánar: Á leið til Finnlands

Norræna nemakeppnin 2015

Nú stendur norræna nemakeppnin í matreiðslu og framreiðslu yfir í Þrándheimum í Noregi. Í matreiðslu keppa þeir Karl Óskar Smárason nemi á Hilton VOX og Arnar Ingi Gunnarsson nemi á Reykjavík Hótel Marína. Þjálfari nemanna er Sigurður Daði Friðriksson. Í framreiðslu keppa þeir Jón Bjarni Óskarsson nemi á Natura og Alfreð Ingvar Gústafsson nemi í Keiluhöllinni. Þjálfari nemanna er Hallgrímur Sæmundsson.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá keppninni hér 

Uppfært föstudagur, 17 apríl 2015 15:03

Nánar: Norræna nemakeppnin 2015

Kveðja frá Svíþjóð

Um þessar mundir er nemendahópurinn í ferðalandafræði útlanda á sænskri grundu. Ferðinni var heitið til Norrtälje í Svíþjóð þar sem framhaldsskólinn Rodengymnasiet var heimsóttur.

Uppfært föstudagur, 17 apríl 2015 14:58

Nánar: Kveðja frá Svíþjóð

Samlokur og boost í kaffinu

Framreiðslunemar bjóða uppá boost og samlokur í kaffitímanum kl. 9:40 í dag.

 

Uppfært fimmtudagur, 16 apríl 2015 09:50

Nánar: Samlokur og boost í kaffinu

Málþing kynjafræðinema

Í dag, miðvikudaginn 15. apríl munu kynjafræðikennarar víðs vegar af á landinu hittast hér í MK ásamt nemendum sínum og þinga.

Málþingið verður sett í Sunnusal klukkan 12:00 með ávarpi Gunnars Braga Sveinssonar Utanríkisráðherra. Af því loknu taka við málstofur þar sem fjallað verður um ýmis mál er varða kynjafræði.

Í lokin mun skólastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar loka málþinginu með nokkrum vel völdum orðum.

Uppfært miðvikudagur, 15 apríl 2015 10:55

Nánar: Málþing kynjafræðinema

Fyrirlestur með Gert Klötzke

Í dag þriðjudaginn 14 apríl milli kl. 15 og 16. verður fyrirlestur með Gert Klötzke á vegum Klúbbs matreiðslumeistara sem er opinn öllum áhugasömum og verður haldinn í Bleika salnum N 210.

Gert Klötzke er goðsögn í matreiðsluheiminum, er yfirmaður Culinary Comittee hjá Wacs sem stýrir þróun og regluverki í alþjóðlegum matreiðslukeppnum og hefur yfirumsjón með dómgæslu í stærstu matreiðslukeppnum heimsins. Hann hefur aðstoðað íslenska kokkalandsliðið til fjölda ára, sem hefur reynst okkur dýrmætt. Hann var þjálfari sænska kokkalandsliðsins í rúm 20 ár með frábærum árangri. Gert Klötzke er prófessor í matreiðslu við Umeå háskóla í Svíþjóð og er virtur alþjóðlegur dómari í matreiðslu.  

Uppfært þriðjudagur, 14 apríl 2015 15:02

Nánar: Fyrirlestur með Gert Klötzke

Síða 1 af 23

Á dagskrá

fim apr 30 @08:00 - 10:00AM
Kópamessa
Go to top